Innlent

Úrskurður um gæsluvarðhald eftir hádegi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ívar Guðjónsson var leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mynd/ Daníel.
Ívar Guðjónsson var leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mynd/ Daníel.
Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Ívari Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni í bankanum, klukkan tvö í dag.

Þeir Sigurjón og Ívar voru leiddir fyrir dómara um miðnættið í gær eftir að hafa verið í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara allan daginn. Til grundvallar rannsóknar sérstaks saksóknara liggur meðal annars ásökun um markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands með hlutabréf útgefin af bankanum.

Samkvæmt upplýsingum frá sérstökum saksóknara verður yfirheyrslum vegna þessa máls haldið áfram í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×