Innlent

Tveir keppa á hundasleða-HM

Á fullri ferð. Þorsteinn Sófusson við keppni í Noregi.
Á fullri ferð. Þorsteinn Sófusson við keppni í Noregi.

Tveir Íslendingar eru meðal keppenda á heimsmeistaramótinu í hundasleðaakstri sem fer fram um þessar mundir í Noregi.

Þorsteinn Sófusson, sem er búsettur ytra, hefur þegar lokið keppni í 600 kílómetra hlaupi. Félagi hans, Páll Tryggvi Karlsson, heldur utan í næsta mánuði þar sem hann mun keppa í 3x45 kílómetra hlaupi.

Þorsteinn dró sig út úr keppni þar sem hundarnir hans veiktust, en hann er nú að þjálfa upp yngri hunda sem eiga eftir að láta meira að sér kveða í framtíðinni.

Draghundasportið er að ryðja sér til rúms á Íslandi og var sérstakt félag áhugamanna stofnað nýlega.

Páll segir að mikill vöxtur sé í þessu sporti hér á landi þrátt fyrir að ekki sé alltaf hægt að reiða sig á snjóinn. Í stað sleðanna eru hundarnir settir fyrir reiðhjól eða hlaupahjól.

Fyrsta keppni á vegum félagsins verður haldin hinn 7. maí þar sem farið verður frá Hellu að Eyrarbakka, um 60 kílómetra leið. Páll segir alls konar hunda mega taka þátt í starfinu. „Við erum opinn félagsskapur fyrir alla sem eiga hunda sem geta dregið.“ - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×