Innlent

Reyndi að brjótast inn á heimavist - fólkið heima og þekkti hann ekkert

Selfoss. Myndin er úr safni.
Selfoss. Myndin er úr safni.

Einn karlmaður var handtekinn í nótt á Selfossi eftir að hann reyndi að brjótast inn á heimili námsmanna á heimavist Fjölbrautarskólans á Suðurlandi. Íbúarnir voru heima og hringdu á lögregluna sem kom á vettvang.

Innbrotsþjófurinn reyndist verulega ölvaður og óljóst hvað honum gekk til með athæfi sínu en íbúarnir þekktu piltinn, sem var um tvítugt, ekkert. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi olli maðurinn nokkrum skemmdum. Hann verður yfirheyrður í dag.

Þá var einn ökumaður stöðvaður í Hveragerði. Hann reyndist ölvaður og var sviptur ökuleyfi tímabundið. Annar ökumaður var stöðvaður á Biskupstungnabrautinni á Selfossi.

Grunsemdir vöknuðu hjá lögreglunni um að einn farþeganna hefði fikniefni undir höndum. Það reyndist rétt. Piltur á nítjánda ári reyndist vera með lítilræði af fíkniefnum á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×