Erlent

Fjarlægja spegla til að stoppa förðun

Stúlkum leyfist ekki að nota snyrtivörur til að fegra smettið á sér í umræddum skóla.
Stúlkum leyfist ekki að nota snyrtivörur til að fegra smettið á sér í umræddum skóla.
Skólayfirvöld í grunnskóla í Huddersfield í Bretlandi hafa brugðið á nýstárlegt ráð í baráttu við of mikla förðun ungra stúlkna. Af því stúlkurnar neituðu að fara eftir banni við snyrtivörum létu skólayfirvöld fjarlægja alla spegla af stúlknaklósettum skólans.

Stúlkurnar taka misvel í þetta uppátæki skólastjórnenda. 16 ára stúlka sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði bannið gersamlega fáránlegt. „Skólinn segir að förðun hafi áhrif á getu okkar til náms. Það gerir auðvitað rangt. Hún er bara upp á sjálfstraustið," sagði hún.

Reiðin virðist minni hjá yngri stúlkum. Einni 14 ára finnst að bannið við andlitsförðun gerði þær jafnar. Önnur segir að eftir bannið sjái þær að engin þeirra sé fallegri en hinar. Nú séu þær allar bara venjulegar.

John McNally, aðalkennari skólans, hélt uppi vörnum fyrir skólann. Hann sagði skólann hafa bannað stúlkum á aldrinum 14-16 ára að mála á sér andlitið síðastliðið vor. Það hafi verið tilraun til að bæta ímynd skólans frekar. Hann sagði stærstan hluta nemenda og foreldra vera fylgjandi banninu. Eftir bannið hafi lítill hópur stelpna sífellt brotið reglurnar. Til að undirstrika bannið hafi skólinn fjarlægt spegla af stúlknaklósettum tímabundið.

„Við búumst við framúrskarandi árangri nemenda á öllum sviðum, jafnt í fræðunum sem hegðun," sagði McNally og tók fram að hann bæðist ekki afsökunar á því að hafa bannað andlistförðun í skólanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×