Erlent

Þjóðum beri skylda að viðurkenna Palestínu

Forsætisráðherra Tyrklands segir að þjóðum beri skylda til að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Á fundi Arababandalagsins í Egyptalandi sagði Tayip Erdogan áður en árið verði liðið muni miklar breytingar verða á ástandi mála í Palestínu. Hann var harðorður í garð Ísraelsmanna og sagði að hugarfar stjórnvalda þar í landi stæði í vegi fyrir friði í Mið-Austurlöndum. Palestínumenn undirbúa nú að gerast aðilar að Sameinuðu þjóðunum, þrátt fyrir andstöðu Ísraela og Bandaríkjamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×