Erlent

Hillary segir að árásarmennirnir muni ekki sleppa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hillary Clinton heitir maklegum málagjöldum.
Hillary Clinton heitir maklegum málagjöldum. Mynd/ AFP.
Ríkisstjórn Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, segir að árásir á bandaríska sendiráðið í Kabul í Afganistan og fleiri byggingar í kring verði ekki látnar óafskiptar. Árásarmenn verði eltir uppi. Á svæðinu, þar sem árásirnar voru gerðar er fjölmargir útlendingar, þar á meðal fjórir Íslendingar.

Hillary Clinton utanríkisráðherra segir að árásirnar beri vott um hugleysi. „Við munum grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að tryggja öryggi okkar fólks og til að gera svæðið öruggara. Einnig munum við sjá til þess að þeir sem stóðu að baki þessari árás fái makleg málagjöld,“ sagði Clinton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×