Erlent

Sjóræningjar gáfust upp

Óli Tynes skrifar
Sóræningjarnir veifuðu hvítum dulum.
Sóræningjarnir veifuðu hvítum dulum.
Fjórir sómalskir sjóræningjar gáfust upp fyrir bandarískum sérsveitarmönnum eftir að áhöfn skipsins sem rænt var gat lokað sig af í sérbúnum klefa og látið vita af árásinni. Skipið var olíuflutningaskip í japanskri eigu.

Það varð kapphlaup við tímann. Bandarískur tundurspillir sigldi að skipinu á fullri ferð til þess að ná þangað áður en sjóræningjunum tækist að brjóta sér leið inn til áhafnarinnar og taka hana í gíslingu. Um leið og tundurspillirinn var kominn nógu nálægt var þyrla hans send að skipinu með sérsveitarmenn.

Þegar þyrlan kom að japanska skipinu sáu sjóræningjarnir sína sæng útbreidda. Þeir stóðu í stefni skipsins og veifuðu hvítum dulum, til þess að gefa til kynna uppgjöf sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×