Erlent

200 myrtir í Suður Súdan

MYND/AP

Yfirvöld í Súdan segja að um 200 hafi verið myrtir í suðurhluta landsins í síðustu viku. Flestir hinna myrtu voru óbreyttir borgarar og voru börn þar á meðal. Sumir voru reknir út í ár af uppreisnarmönnum á svæðinu þar sem þeir drukknuðu.

Í fyrstu var talið að um 100 hefðu látist í árásinni sem stuðningsmenn uppreisnarleiðtogans George Athor eru sagðir hafa staðið fyrir. Ódæðið er áfall fyrir fólkið á svæðinu sem undirbýr sig nú undir að kljúfa sig frá norðurhluta landsins eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór í landinu í síðasta mánuði.

Leiðtogar sunnanmanna hafa sakað yfirvöld í norðurhluta landsins að styðja við bakið á Athor, en hann er andvígur því að landinu verði skipt í tvennt. Norðanmenn hafa neitað þessum ásökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×