Erlent

Segjast hafa afhjúpað leyndarmál Coca-Cola

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fullyrt er að leyndarmálið að baki Coke hafi verið afhjúpað.
Fullyrt er að leyndarmálið að baki Coke hafi verið afhjúpað.
Aðstandendur vefsíðunnar Thisamericanlife.org fullyrða að þeir hafi komist yfir uppskriftina af Coca-Cola. Leyndarmálið að baki uppskriftinni hefur verið vel varðveitt frá því að Coke var fyrst sett á markað árið 1886. Fullyrt hefur verið að eina skriflega eintakið af uppskriftinni sé geymt í bankahólfi í Bandaríkjunum og að einungis tveir starfsmenn hjá fyrirtækinu þekki hana.

Fréttavefur Daily Mail segir hins vegar að nú hafi leyndarmálið verið afhjúpað, því að vefsíða fullyrðir að hún viti hvert innihaldið sé og í hvaða hlutföllum það er. Fullyrt er að uppskriftin hafi verið birt í dagblaði sem kom út í Atlanta árið 1979 en enginn hafi gert sér grein fyrir því hvað um var að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×