Viðskipti erlent

Skuldadeilan í þinginu óleyst

John Boehner, forseti fulltrúadeiladar Bandaríkjaþings og leiðtogi repúblikana í deildinni.
John Boehner, forseti fulltrúadeiladar Bandaríkjaþings og leiðtogi repúblikana í deildinni. Mynd/AP
Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi í gærkvöldi frumvarp til sem fjárlaga sem John Boehner, forseti fulltrúadeiladarinnar og leiðtogi repúblikana þar, hafði lagt fram en frumvarpið hafði áður verið samþykkt í fulltrúadeild þingsins. Frumvarp Boehners gerði ráð fyrir niðurskurði í ríkisútgjöldum upp á 900 milljarða dollara og hefði hækkað skuldaþak ríkisins um svipaða fjárhæð.

Frumvarpið var samþykkt í fulltrúadeildinni með 218 atkvæðum gegn 210 en eftir að það var fellt í öldungadeildinni hyggst Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, leggja fram sitt eigið frumvarp. Bandaríska ríkið á í hættu að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna erlendra lána ef fjárlög verða ekki afgreidd fyrir 2. ágúst næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×