Innlent

Höfnin seld upp í skuldir

Lagt er til að selja eignarhlut í Faxaflóahöfnum til að grynnka á skuldum.
Lagt er til að selja eignarhlut í Faxaflóahöfnum til að grynnka á skuldum.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, sem eru í minnihluta í byggðaráði Borgarbyggðar, vilja að 4,84 prósenta eignarhluti sveitarfélagsins í Faxaflóahöfnum verði seldur.

„Skuldastaða sveitarfélagsins er með þeim hætti að eftirlitsnefnd sveitarfélaga hefur lagt á það áherslu að unnið verði markvisst að lækkun skulda. Í því skyni leggjum við fulltrúar Samfylkingarinnar í Borgarbyggð fram þá tillögu að sett verði af stað vinna við verðmat á eignarhluta Borgarbyggðar í Faxaflóahöfnum. Í kjölfarið verði hluturinn seldur ef kaupendur finnast og sveitarstjórn telur verðið viðunandi,“ segir í tillögunni en afgreiðslu hennar var frestað.- gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×