Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Valur 2-1 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 25. júní 2012 14:02 Mynd/Anton Fyrstudeildarlið Þróttar gerði sér lítið fyrir og lagði Val 2-1 í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld á heimavelli sínum eftir framlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Þróttur tryggði sér verðskuldaðan sigur á síðustu mínútum framlengingarinnar. Þróttur sýndi strax í upphafi að liðið óttaðist úrvalsdeildarlið Vals ekkert og voru óragir í sínum aðgerðum. Engu að síður komst Valur yfir með marki Harðar Sveinssonar á 23. mínútu. Þróttur var síst lakari aðilinn í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma en Valur var beinskeittara í sínum sóknaraðgerðum og fékk ívið betri færi. Þróttur fóru greinilega vel yfir málin í hálfleik því það var ljóst strax eftir upphafsflaut að liðið ætli að jafna metin. Það tók aðeins þrjár mínútur eftir þunga pressu og sló Þróttur Val gjörsamlega útaf laginu. Oddur Björnsson skoraði laglegt mark eftir góðan undirbúnings hins 17 ára gamla Daða Bergssonar. Þróttur var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og hefði hæglega getað gert út um leikinn í venjulegum leiktíma. Liðið var mikið meira með boltann og fékk fjöldan allan af færum en Valur átti fáar góðar sóknir þó Ögumundur Ólafsson markvörður hafi í tvígang þurft að bjarga vel. Heimamenn voru sterkari framan af framlengingunni en Valur sótti í sig veðrið og átti sinn besta kafla í leiknum snemma í seinni hálfleik framlengingarinnar. Þegar fimm mínútur voru eftir meiddist Haukur Páll Sigurðsson miðjumaður Vals og léku Valsmenn einum færri á lokakaflanum. Það nýttu Þróttarar sér vel með því að setja pressu á þreyttta Valsmenn. Það skilaði sér í því að þeir fengu aukaspyrnu um 25 metra frá marki. Þaðan sendi Halldór Arnar Hilmisson boltann beint á kollinn á Karli Brynjari Björnssyni sem tryggði botnliði fyrstu deildar verðskuldaðan sigur á slöku liði Vals í kvöld. Hallur: Sanngjarn sigur„Mér fannst þetta vera sanngjarn sigur. Mér fannst við heilt yfir betri," sagði Hallur Hallsson fyrirliði Þróttar eftir sigurinn í kvöld. „Leikurinn byrjaði eins og við bjuggumst við. Þeir reyndu að senda langa bolta fram á senterinn og reyna að vinna bolta tvö og við vorum klárir í það og unnum þá flesta. Við reyndum svo að spila boltanum með jörðinni og búa okkur til færi," sagði Hallur en Þróttur er enn án sigurs í 1. deildinni en það var ekki að sjá á leik liðsins í kvöld. „Eins furðulega og það hljómar þá hefur spilamennska okkar í sumar verið fín. Þó við séum í neðsta sæti með fjögur stig þá erum við ekki búnir að vera lélegir. Við höfum spilað ágætis bolta en það hefur vantað að skora og við skoruðum tvö mjög flott mörk í kvöld og við byggjum ofan á það. „Við vorum hundfúlir yfir að vera undir í hálfleik. Okkur fannst við vera betri í fyrri hálfleik og ekki eiga skilið að vera undir. Við vorum ákveðnir í að leggja meira á okkur og byrja á að jafna leikinn. Svo bættu menn um betur og við unnum sanngjarnan sigur," sagði Hallur. Kristján: Vantaði kraft„Það er leiðinlegt að detta út úr bikarnum en við vorum lélegir í leiknum og það var þess valdandi að við töpum,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals í leikslok. „Að mörgu leyti gerðum við ekki það sem var lagt upp með. Leikskipulaginu var ekki fylgt eftir. Það vantaði einhvern kraft til að fylgja því eftir. Við tökum rangar ákvarðanir með og án bolta og það vantar eitthvað líf í leikinn. „Ég held að menn hafi ekki haldið að þetta kæmi að sjálfu sér en það er kannski undir niðri. Það gæti útskýrt eitthvað en tæknin er til staðar og við eigum að vinna eitthvað á henni. „Við lendum manni undir síðustu fimm mínúturnar í framlengingunni og það var mjög erfitt. Það hefði kannski skipt máli þarna undir lokin, það voru allir orðnir þreyttir en við vorum ekki að bíða eftir vítaspyrnukeppni. Við vorum samt tilbúnir í hana. „Það var skelfilegt hvernig við komum in í seinni hálfleikinn, alveg hræðilegt. Við eigum upphafsspyrnuna og framkvæmum hana illa og lendum strax í varnarstöðu og þeir skora upp úr því. Við vorum yfir og þó við höfum kannski ekki átt það fullkomlega inni þá eigum við að reyna að vinna úr því. Þetta var kannski bara framhaldið af fyrri hálfleiknum. Við vorum ekki nógu góðir og mér fannst við Þróttur taka okkur alveg í seinni hálfleiknum,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira
Fyrstudeildarlið Þróttar gerði sér lítið fyrir og lagði Val 2-1 í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld á heimavelli sínum eftir framlengdan leik. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en Þróttur tryggði sér verðskuldaðan sigur á síðustu mínútum framlengingarinnar. Þróttur sýndi strax í upphafi að liðið óttaðist úrvalsdeildarlið Vals ekkert og voru óragir í sínum aðgerðum. Engu að síður komst Valur yfir með marki Harðar Sveinssonar á 23. mínútu. Þróttur var síst lakari aðilinn í fyrri hálfleik venjulegs leiktíma en Valur var beinskeittara í sínum sóknaraðgerðum og fékk ívið betri færi. Þróttur fóru greinilega vel yfir málin í hálfleik því það var ljóst strax eftir upphafsflaut að liðið ætli að jafna metin. Það tók aðeins þrjár mínútur eftir þunga pressu og sló Þróttur Val gjörsamlega útaf laginu. Oddur Björnsson skoraði laglegt mark eftir góðan undirbúnings hins 17 ára gamla Daða Bergssonar. Þróttur var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og hefði hæglega getað gert út um leikinn í venjulegum leiktíma. Liðið var mikið meira með boltann og fékk fjöldan allan af færum en Valur átti fáar góðar sóknir þó Ögumundur Ólafsson markvörður hafi í tvígang þurft að bjarga vel. Heimamenn voru sterkari framan af framlengingunni en Valur sótti í sig veðrið og átti sinn besta kafla í leiknum snemma í seinni hálfleik framlengingarinnar. Þegar fimm mínútur voru eftir meiddist Haukur Páll Sigurðsson miðjumaður Vals og léku Valsmenn einum færri á lokakaflanum. Það nýttu Þróttarar sér vel með því að setja pressu á þreyttta Valsmenn. Það skilaði sér í því að þeir fengu aukaspyrnu um 25 metra frá marki. Þaðan sendi Halldór Arnar Hilmisson boltann beint á kollinn á Karli Brynjari Björnssyni sem tryggði botnliði fyrstu deildar verðskuldaðan sigur á slöku liði Vals í kvöld. Hallur: Sanngjarn sigur„Mér fannst þetta vera sanngjarn sigur. Mér fannst við heilt yfir betri," sagði Hallur Hallsson fyrirliði Þróttar eftir sigurinn í kvöld. „Leikurinn byrjaði eins og við bjuggumst við. Þeir reyndu að senda langa bolta fram á senterinn og reyna að vinna bolta tvö og við vorum klárir í það og unnum þá flesta. Við reyndum svo að spila boltanum með jörðinni og búa okkur til færi," sagði Hallur en Þróttur er enn án sigurs í 1. deildinni en það var ekki að sjá á leik liðsins í kvöld. „Eins furðulega og það hljómar þá hefur spilamennska okkar í sumar verið fín. Þó við séum í neðsta sæti með fjögur stig þá erum við ekki búnir að vera lélegir. Við höfum spilað ágætis bolta en það hefur vantað að skora og við skoruðum tvö mjög flott mörk í kvöld og við byggjum ofan á það. „Við vorum hundfúlir yfir að vera undir í hálfleik. Okkur fannst við vera betri í fyrri hálfleik og ekki eiga skilið að vera undir. Við vorum ákveðnir í að leggja meira á okkur og byrja á að jafna leikinn. Svo bættu menn um betur og við unnum sanngjarnan sigur," sagði Hallur. Kristján: Vantaði kraft„Það er leiðinlegt að detta út úr bikarnum en við vorum lélegir í leiknum og það var þess valdandi að við töpum,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals í leikslok. „Að mörgu leyti gerðum við ekki það sem var lagt upp með. Leikskipulaginu var ekki fylgt eftir. Það vantaði einhvern kraft til að fylgja því eftir. Við tökum rangar ákvarðanir með og án bolta og það vantar eitthvað líf í leikinn. „Ég held að menn hafi ekki haldið að þetta kæmi að sjálfu sér en það er kannski undir niðri. Það gæti útskýrt eitthvað en tæknin er til staðar og við eigum að vinna eitthvað á henni. „Við lendum manni undir síðustu fimm mínúturnar í framlengingunni og það var mjög erfitt. Það hefði kannski skipt máli þarna undir lokin, það voru allir orðnir þreyttir en við vorum ekki að bíða eftir vítaspyrnukeppni. Við vorum samt tilbúnir í hana. „Það var skelfilegt hvernig við komum in í seinni hálfleikinn, alveg hræðilegt. Við eigum upphafsspyrnuna og framkvæmum hana illa og lendum strax í varnarstöðu og þeir skora upp úr því. Við vorum yfir og þó við höfum kannski ekki átt það fullkomlega inni þá eigum við að reyna að vinna úr því. Þetta var kannski bara framhaldið af fyrri hálfleiknum. Við vorum ekki nógu góðir og mér fannst við Þróttur taka okkur alveg í seinni hálfleiknum,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira