Innlent

Norðurljósin verða tíð í vetur

BBI skrifar
Myndin var tekin í Borgarfirði föstudaginn síðasta.
Myndin var tekin í Borgarfirði föstudaginn síðasta. Mynd/Olgeir
Norðurljósin eru nú þegar byrjuð að dansa á himninum yfir landinu á kvöldin þó enn sé sumar. Myndin hér til hliðar var tekin á föstudaginn síðasta af ljósmyndaranum Olgeiri Anderssyni.

Að hans sögn verður sólvirknin í hámarki í vetur með tíðum sólgosum og sólstormum. Það mun skila sér í óvenjumiklum norðurljósum, „og fleiri ferðamönnum," segir Olgeir sposkur. Íslendingar mega því eiga von á að himinninn logi óvenju oft í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×