Erlent

Réttarhöld yfir Mladic halda áfram

BBI skrifar
Mynd/AFP
Réttarhöldin yfir slátraranum frá Bosníu, Ratko Mladic, hófust aftur í dag með vitnaleiðslum í Haag fyrir Alþjóðadómstólnum um stríðsglæpi í fyrrum Júgóslavíu.

Réttarhöldunum yfir Mladic var frestað í maí þar sem verjendur hans höfðu ekki fengið tíma til að kynna sér öll gögn málsins. Í dag hófust vitnaleiðslur fyrir dómstólnum með því að einstaklingur sem var unglingur í stríðinu lýsti reynslu sinni af stríðinu. Í vikunni verða fleiri vitni leidd fyrir dómstólinn, m.a. segir einstaklingur sem lifði af fjöldamorðin í Srebrenica sögu sína.

Hinn sjötugi Mladic er sakaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í ellefu tilvikum. Hans var leitað í 16 ár áður en hann náðist í fyrra. Meðal þess sem hann er sakaður um er að hafa staðið fyrir fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995 þar sem yfir 8000 manns voru teknir af lífi eftir að BosníuSerbar réðust inn í bæinn.

Umfjöllun BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×