Erlent

Einni af stúlkunum í Pussy Riot sleppt úr haldi

Áfrýjunardómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöður að dóminum yfir einni af stúlkunum í Pussy Riot, Jekaterinu Samutsevitj, skyldi breytt í skilorð. Búist er við að henni verði því brátt sleppt úr haldi.

Hinsvegar ákvað dómstóllinn að staðfesta dómana yfir hinum stúlkunum tveimur sem hljóðuðu upp á tveggja ára fangelsi. Flestir bjuggust við þeirri niðurstöðu dómstólsins.

Eins og kunnugt er af fréttum voru allar stúlkurnar þrjár dæmdar fyrr í ár í tveggja ára fangelsi fyrir guðlast og óspektir í kirkju í Moskvu en þar gagnrýndu þær Valdimir Putin forseta Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×