Færeyingar gætu orðið fimmfalt ríkari en Norðmenn Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2012 18:35 Borpallur við Þórshöfn í Færeyjum. Statoil-menn segjast ætla að halda áfram olíuborun við Færeyjar næsta vor. Þetta kemur fram í fréttaskýringu á norska olíuvefmiðlinum Offshore.no þar sem bent er á að olíufundur myndi umbylta færeysku samfélagi. Jafnframt kemur fram hversvegna leitin í Færeyjum geti haft áhrif á olíuleit við Ísland. Statoil og samstarfsaðilar þess, Exxon Mobil og Atlantic Petroleum, greindu frá því í morgun að hlé hafi verið gert á borunum. „Verða að bíða eftir lóttódrættinum" er fyrirsögn greinarinnar og þar er Færeyingum bent á að vera þolinmóðir. Brugdan-borsvæðið kunni nefnilega að breyta öllu samfélaginu. Ef olíufundurinn verði á stærð við Skrugard-olíulindina í Barentshafi, upp á allt að 500 milljónir tunna af olíu, þá breytist færeyska hagkerfið í grundvallaratriðum. Með olíuverði upp á 100 bandaríkjadali á tunnu þýddi slík uppgötvun 130 milljóna króna tekjur á mann í Færeyjum. Færeyska skattalöggjöfin geri ráð fyrir allt að 57 prósenta skattheimtu af olíuvinnslu. Lauslegt mat þýddi 75 milljóna króna skatttekjur á hvern hinna 48.574 íbúa Færeyja. Það væri fimm sinnum meira en norski olíusjóðurinn gæfi á hvern Norðmann. Statoil-menn segjast ætla að snúa aftur þegar veðrið skánar. „Við áætlum að koma aftur í vor eða sumar til að ljúka boruninni. Þar að auki höfum við skuldbundið okkur til að bora aðra holu árið 2014," segir Bard Glad Pedersen, yfirmaður hjá Statoil í viðtali við vefmiðilinn. Fram kemur að borinn sé kominn niður í djúp hraunlög en hlé hafi verið gert á verkinu þar sem búast megi við misjöfnum veðrum á svæðinu í vetur. Þetta sé hins vegar talið spennandi svæði sem gefi tækifæri á stórum olíufundi. „En það er líka jarðfræðilega krefjandi," segir Glad Pedersen. Í greininni er lýst því mati að olíuleitin við Færeyjar geti haft áhrif á framvindu olíuleitar í vestanverðu Noregshafi og við Ísland. Færeyska landgrunnið sé mikil áskorun vegna erfiðs hraunlagastafla sem er allt að tvöþúsund metra þykkur. Hefðbundnar hljóðbylgju- og rafsegulmælingar gefi því ekki sömu svör og á hefðbundnum leitarsvæðum. „Þetta þýðir að þú ert meira í myrkrinu á færeysku hafsvæði en öðrum stöðum. Þetta er einnig raunin í vestanverðu Noregshafi, þar sem olíurisarnir Chevron og Exxon Mobil hafa tryggt sér risastór leitarsvæði," segir í greininni. Vitnað er í Sissel Eriksen, rannsóknarstjóra Olíustofnunar Noregs, sem sagði fyrr á árinu að ný þekking sem fengist myndi nýtast þvert á landamæri. Það væri tímafrekt og erfitt að fara í gegnum hraunlögin en hún kvaðst sannfærð um að olíufélögin myndu leysa það á farsælan hátt. „Það sem gerist lengra vestur í Atlantshafi, vestur af Hjaltlandi, í Færeyjum og á Íslandi, getur haft áhrif á framvinduna. Þetta eru samskonar jarðlög og mikið til sömu olíufélögin, sem munu vilja nýta nýja þekkingu þvert yfir landamæri," sagði Sissel Eriksen. Tengdar fréttir Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. 27. nóvember 2012 09:53 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Statoil-menn segjast ætla að halda áfram olíuborun við Færeyjar næsta vor. Þetta kemur fram í fréttaskýringu á norska olíuvefmiðlinum Offshore.no þar sem bent er á að olíufundur myndi umbylta færeysku samfélagi. Jafnframt kemur fram hversvegna leitin í Færeyjum geti haft áhrif á olíuleit við Ísland. Statoil og samstarfsaðilar þess, Exxon Mobil og Atlantic Petroleum, greindu frá því í morgun að hlé hafi verið gert á borunum. „Verða að bíða eftir lóttódrættinum" er fyrirsögn greinarinnar og þar er Færeyingum bent á að vera þolinmóðir. Brugdan-borsvæðið kunni nefnilega að breyta öllu samfélaginu. Ef olíufundurinn verði á stærð við Skrugard-olíulindina í Barentshafi, upp á allt að 500 milljónir tunna af olíu, þá breytist færeyska hagkerfið í grundvallaratriðum. Með olíuverði upp á 100 bandaríkjadali á tunnu þýddi slík uppgötvun 130 milljóna króna tekjur á mann í Færeyjum. Færeyska skattalöggjöfin geri ráð fyrir allt að 57 prósenta skattheimtu af olíuvinnslu. Lauslegt mat þýddi 75 milljóna króna skatttekjur á hvern hinna 48.574 íbúa Færeyja. Það væri fimm sinnum meira en norski olíusjóðurinn gæfi á hvern Norðmann. Statoil-menn segjast ætla að snúa aftur þegar veðrið skánar. „Við áætlum að koma aftur í vor eða sumar til að ljúka boruninni. Þar að auki höfum við skuldbundið okkur til að bora aðra holu árið 2014," segir Bard Glad Pedersen, yfirmaður hjá Statoil í viðtali við vefmiðilinn. Fram kemur að borinn sé kominn niður í djúp hraunlög en hlé hafi verið gert á verkinu þar sem búast megi við misjöfnum veðrum á svæðinu í vetur. Þetta sé hins vegar talið spennandi svæði sem gefi tækifæri á stórum olíufundi. „En það er líka jarðfræðilega krefjandi," segir Glad Pedersen. Í greininni er lýst því mati að olíuleitin við Færeyjar geti haft áhrif á framvindu olíuleitar í vestanverðu Noregshafi og við Ísland. Færeyska landgrunnið sé mikil áskorun vegna erfiðs hraunlagastafla sem er allt að tvöþúsund metra þykkur. Hefðbundnar hljóðbylgju- og rafsegulmælingar gefi því ekki sömu svör og á hefðbundnum leitarsvæðum. „Þetta þýðir að þú ert meira í myrkrinu á færeysku hafsvæði en öðrum stöðum. Þetta er einnig raunin í vestanverðu Noregshafi, þar sem olíurisarnir Chevron og Exxon Mobil hafa tryggt sér risastór leitarsvæði," segir í greininni. Vitnað er í Sissel Eriksen, rannsóknarstjóra Olíustofnunar Noregs, sem sagði fyrr á árinu að ný þekking sem fengist myndi nýtast þvert á landamæri. Það væri tímafrekt og erfitt að fara í gegnum hraunlögin en hún kvaðst sannfærð um að olíufélögin myndu leysa það á farsælan hátt. „Það sem gerist lengra vestur í Atlantshafi, vestur af Hjaltlandi, í Færeyjum og á Íslandi, getur haft áhrif á framvinduna. Þetta eru samskonar jarðlög og mikið til sömu olíufélögin, sem munu vilja nýta nýja þekkingu þvert yfir landamæri," sagði Sissel Eriksen.
Tengdar fréttir Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. 27. nóvember 2012 09:53 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. 27. nóvember 2012 09:53