Færeyingar gætu orðið fimmfalt ríkari en Norðmenn Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2012 18:35 Borpallur við Þórshöfn í Færeyjum. Statoil-menn segjast ætla að halda áfram olíuborun við Færeyjar næsta vor. Þetta kemur fram í fréttaskýringu á norska olíuvefmiðlinum Offshore.no þar sem bent er á að olíufundur myndi umbylta færeysku samfélagi. Jafnframt kemur fram hversvegna leitin í Færeyjum geti haft áhrif á olíuleit við Ísland. Statoil og samstarfsaðilar þess, Exxon Mobil og Atlantic Petroleum, greindu frá því í morgun að hlé hafi verið gert á borunum. „Verða að bíða eftir lóttódrættinum" er fyrirsögn greinarinnar og þar er Færeyingum bent á að vera þolinmóðir. Brugdan-borsvæðið kunni nefnilega að breyta öllu samfélaginu. Ef olíufundurinn verði á stærð við Skrugard-olíulindina í Barentshafi, upp á allt að 500 milljónir tunna af olíu, þá breytist færeyska hagkerfið í grundvallaratriðum. Með olíuverði upp á 100 bandaríkjadali á tunnu þýddi slík uppgötvun 130 milljóna króna tekjur á mann í Færeyjum. Færeyska skattalöggjöfin geri ráð fyrir allt að 57 prósenta skattheimtu af olíuvinnslu. Lauslegt mat þýddi 75 milljóna króna skatttekjur á hvern hinna 48.574 íbúa Færeyja. Það væri fimm sinnum meira en norski olíusjóðurinn gæfi á hvern Norðmann. Statoil-menn segjast ætla að snúa aftur þegar veðrið skánar. „Við áætlum að koma aftur í vor eða sumar til að ljúka boruninni. Þar að auki höfum við skuldbundið okkur til að bora aðra holu árið 2014," segir Bard Glad Pedersen, yfirmaður hjá Statoil í viðtali við vefmiðilinn. Fram kemur að borinn sé kominn niður í djúp hraunlög en hlé hafi verið gert á verkinu þar sem búast megi við misjöfnum veðrum á svæðinu í vetur. Þetta sé hins vegar talið spennandi svæði sem gefi tækifæri á stórum olíufundi. „En það er líka jarðfræðilega krefjandi," segir Glad Pedersen. Í greininni er lýst því mati að olíuleitin við Færeyjar geti haft áhrif á framvindu olíuleitar í vestanverðu Noregshafi og við Ísland. Færeyska landgrunnið sé mikil áskorun vegna erfiðs hraunlagastafla sem er allt að tvöþúsund metra þykkur. Hefðbundnar hljóðbylgju- og rafsegulmælingar gefi því ekki sömu svör og á hefðbundnum leitarsvæðum. „Þetta þýðir að þú ert meira í myrkrinu á færeysku hafsvæði en öðrum stöðum. Þetta er einnig raunin í vestanverðu Noregshafi, þar sem olíurisarnir Chevron og Exxon Mobil hafa tryggt sér risastór leitarsvæði," segir í greininni. Vitnað er í Sissel Eriksen, rannsóknarstjóra Olíustofnunar Noregs, sem sagði fyrr á árinu að ný þekking sem fengist myndi nýtast þvert á landamæri. Það væri tímafrekt og erfitt að fara í gegnum hraunlögin en hún kvaðst sannfærð um að olíufélögin myndu leysa það á farsælan hátt. „Það sem gerist lengra vestur í Atlantshafi, vestur af Hjaltlandi, í Færeyjum og á Íslandi, getur haft áhrif á framvinduna. Þetta eru samskonar jarðlög og mikið til sömu olíufélögin, sem munu vilja nýta nýja þekkingu þvert yfir landamæri," sagði Sissel Eriksen. Tengdar fréttir Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. 27. nóvember 2012 09:53 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
Statoil-menn segjast ætla að halda áfram olíuborun við Færeyjar næsta vor. Þetta kemur fram í fréttaskýringu á norska olíuvefmiðlinum Offshore.no þar sem bent er á að olíufundur myndi umbylta færeysku samfélagi. Jafnframt kemur fram hversvegna leitin í Færeyjum geti haft áhrif á olíuleit við Ísland. Statoil og samstarfsaðilar þess, Exxon Mobil og Atlantic Petroleum, greindu frá því í morgun að hlé hafi verið gert á borunum. „Verða að bíða eftir lóttódrættinum" er fyrirsögn greinarinnar og þar er Færeyingum bent á að vera þolinmóðir. Brugdan-borsvæðið kunni nefnilega að breyta öllu samfélaginu. Ef olíufundurinn verði á stærð við Skrugard-olíulindina í Barentshafi, upp á allt að 500 milljónir tunna af olíu, þá breytist færeyska hagkerfið í grundvallaratriðum. Með olíuverði upp á 100 bandaríkjadali á tunnu þýddi slík uppgötvun 130 milljóna króna tekjur á mann í Færeyjum. Færeyska skattalöggjöfin geri ráð fyrir allt að 57 prósenta skattheimtu af olíuvinnslu. Lauslegt mat þýddi 75 milljóna króna skatttekjur á hvern hinna 48.574 íbúa Færeyja. Það væri fimm sinnum meira en norski olíusjóðurinn gæfi á hvern Norðmann. Statoil-menn segjast ætla að snúa aftur þegar veðrið skánar. „Við áætlum að koma aftur í vor eða sumar til að ljúka boruninni. Þar að auki höfum við skuldbundið okkur til að bora aðra holu árið 2014," segir Bard Glad Pedersen, yfirmaður hjá Statoil í viðtali við vefmiðilinn. Fram kemur að borinn sé kominn niður í djúp hraunlög en hlé hafi verið gert á verkinu þar sem búast megi við misjöfnum veðrum á svæðinu í vetur. Þetta sé hins vegar talið spennandi svæði sem gefi tækifæri á stórum olíufundi. „En það er líka jarðfræðilega krefjandi," segir Glad Pedersen. Í greininni er lýst því mati að olíuleitin við Færeyjar geti haft áhrif á framvindu olíuleitar í vestanverðu Noregshafi og við Ísland. Færeyska landgrunnið sé mikil áskorun vegna erfiðs hraunlagastafla sem er allt að tvöþúsund metra þykkur. Hefðbundnar hljóðbylgju- og rafsegulmælingar gefi því ekki sömu svör og á hefðbundnum leitarsvæðum. „Þetta þýðir að þú ert meira í myrkrinu á færeysku hafsvæði en öðrum stöðum. Þetta er einnig raunin í vestanverðu Noregshafi, þar sem olíurisarnir Chevron og Exxon Mobil hafa tryggt sér risastór leitarsvæði," segir í greininni. Vitnað er í Sissel Eriksen, rannsóknarstjóra Olíustofnunar Noregs, sem sagði fyrr á árinu að ný þekking sem fengist myndi nýtast þvert á landamæri. Það væri tímafrekt og erfitt að fara í gegnum hraunlögin en hún kvaðst sannfærð um að olíufélögin myndu leysa það á farsælan hátt. „Það sem gerist lengra vestur í Atlantshafi, vestur af Hjaltlandi, í Færeyjum og á Íslandi, getur haft áhrif á framvinduna. Þetta eru samskonar jarðlög og mikið til sömu olíufélögin, sem munu vilja nýta nýja þekkingu þvert yfir landamæri," sagði Sissel Eriksen.
Tengdar fréttir Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. 27. nóvember 2012 09:53 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
Hlé gert á olíuborun við Færeyjar Statoil og samstarfsaðilar þess, ExxonMobil og Atlantic Petroleum, hafa ákveðið að stöðva tímabundið olíuborun á Brugdan-svæðinu undan ströndum Færeyja. Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að þetta sé gert vegna veðurútlits þar sem vetrarmánuðir séu framundan og að færeysk stjórnvöld hafi heimilað frestun til loka árs 2013. 27. nóvember 2012 09:53