Fótbolti

Messi óttaðist það versta

Lionel Messi.
Lionel Messi. Nordic Photos / Getty Images
Lionel Messi, sem var borinn af velli í gær í meistaradeildarleik Barcelona og Benfica, óttaðist að um alvarleg meiðsli væri að ræða. „Ég óttaðist það versta þegar læknarnir skoðuðu mig, en þegar þeir sögðu mér að þetta væri ekkert alvarlegt, varð ég mun rólegri," sagði Messi við fréttamenn í dag.

„Mér líður vel í dag en ég er þó ekki viss um að leika með á sunnudag, en við sjáum til. Sannleikurinn er sá að ég var í það miklum kvölum að ég hugsaði ekki skýrt", sagði Messi.

Hann var einnig spurður um metið sem Gerd Müller á en það met stendur í 85 mörkum og Messi hefur skorað 84 á árinu.

„Eins og ég hef verið að segja aftur og aftur, þá er metið ekki þráhyggja hjá mér. Ég hef heyrt félaga mína segja að þeir ætli að hjálpa mér eins mikið og þeir geta til að bæta metið en öll mökrin sem ég hef skorað eru með þeirra miklu hjálp. Ég hef ekki áhyggjur af þessu. Ef ég get bætt það, þá frábært, ef ég get það ekki, þá er það ekkert stórmál. En ég er svo nálægt þessu og ætla að reyna allt til þess að bæta metið," sagði Lionel Messi besti knattspyrnumaður heims undanfarin þrjú ár um met Gerd Müller.

Barcelona mætir Real Betis á sunnudag á útivelli í spænsku deildinni og svo um að helgi tekur Barca á móti Atletico Madrid og það verður síðasti leikur liðsins á þessu ári en þá fer spænska deildin í hálfs mánaðar vetrarfrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×