Lífið

Ég var rosalega mikið nakinn

MYNDIR / COVER MEDIA
Matt Damon leikur elskhuga skemmtikraftsins Liberace í myndinni Behind the Candelabra og lagði ýmislegt á sig fyrir hlutverkið.

"Vanalega segi ég nei við að vera nakinn í myndum en ég var rosalega mikið nakinn í þessari þar sem ég leik kærasta Liberace. Þetta er allt mjög smekklega gert en þessi mynd er ekki fyrir alla," segir Matt í viðtali við Playboy.

Leikarinn Michael Douglas leikur sjálfan Liberace og þurftu þeir Matt að leika í ýmsum djörfum senum saman.

Matt er ekki feiminn.
"Ég þurfti að koma upp úr sundlaug í einni senunni, ganga til Michaels Douglas, setjast klofvega ofan á hann og kyssa hann. Og við kysstumst ekki bara einu sinni. Við skipulögðum þetta eins og fótboltaleik. Michael var dásamlegur að kyssa," segir Matt með bros á vör.

Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.