Tom Cruise kominn til landsins 14. júní 2012 20:49 Tom er mættur og gerir vel við sig á Hótel Hilton. Stórleikarinn Tom Cruise kom til landsins síðdegis í dag samkvæmt heimildum Vísis og dvelur nú á Hótel Hilton í Reykjavík. DV.is greinir frá því í kvöld að leikarinn gisti í forsetasvítu hótelsins. Tom mun dvelja í höfuðborginni í nokkra daga en svo mun hann halda út á landsbyggðina. Hann mun dvelja í Hrafnabjörgum á Vaðlaheiði í sumar að því er Akureyri Vikublað greinir frá. Þar er einnig fullyrt að Thomas Martin Seiz, svissneski auðkýfingurinn sem keypti Hrafnabjörg, sem áður var lúxusvilla Jóhannesar í Bónus, hafi leigt Hollywood leikaranum Tom Cruise hús sitt. Tom hyggst verja nokkrum vikum á Íslandi í sumar við tökur á kvikmyndinni Oblivion. Þá segir að iðnaðarmenn hafi unnið hörðum höndum í húsinu og gert gagngerar breytingar svo leikarinn uni sér betur í Vaðlaheiðinni. Von er á þotu bráðlega með húsgögnum og búnaði sem Cruise hyggist nota á meðan á dvöl stendur. Oblivion verður meðal annars tekin upp á Jökulheimaleið, sunnan við Drekavatn að því er segir á vefnum dfs.is. Þá segist DV hafa heimildir fyrir því að tökur á kvikmyndinni eigi að hefjast í Hrossaborgum í Mývatnssveit á mánudag. Tom Cruise greindi sjálfur frá því í bandaríska tímaritinu Playboy fyrir skömmu að hann ætlaði að vera hér á landi á fimmtugsafmæli sínu 3. júlí vegna upptöku á kvikmyndinni Oblivion hér á landi. Fréttavefurinn mbl.is greindi frá því í dag að hann og fjölskylda hans verði á Íslandi um helgina. Það hefur þó ekki fengist staðfest en eiginkona Toms er ekki síður fræg, en það er Hollywood-leikkonan Katie Holmes. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Stórleikarinn Tom Cruise kom til landsins síðdegis í dag samkvæmt heimildum Vísis og dvelur nú á Hótel Hilton í Reykjavík. DV.is greinir frá því í kvöld að leikarinn gisti í forsetasvítu hótelsins. Tom mun dvelja í höfuðborginni í nokkra daga en svo mun hann halda út á landsbyggðina. Hann mun dvelja í Hrafnabjörgum á Vaðlaheiði í sumar að því er Akureyri Vikublað greinir frá. Þar er einnig fullyrt að Thomas Martin Seiz, svissneski auðkýfingurinn sem keypti Hrafnabjörg, sem áður var lúxusvilla Jóhannesar í Bónus, hafi leigt Hollywood leikaranum Tom Cruise hús sitt. Tom hyggst verja nokkrum vikum á Íslandi í sumar við tökur á kvikmyndinni Oblivion. Þá segir að iðnaðarmenn hafi unnið hörðum höndum í húsinu og gert gagngerar breytingar svo leikarinn uni sér betur í Vaðlaheiðinni. Von er á þotu bráðlega með húsgögnum og búnaði sem Cruise hyggist nota á meðan á dvöl stendur. Oblivion verður meðal annars tekin upp á Jökulheimaleið, sunnan við Drekavatn að því er segir á vefnum dfs.is. Þá segist DV hafa heimildir fyrir því að tökur á kvikmyndinni eigi að hefjast í Hrossaborgum í Mývatnssveit á mánudag. Tom Cruise greindi sjálfur frá því í bandaríska tímaritinu Playboy fyrir skömmu að hann ætlaði að vera hér á landi á fimmtugsafmæli sínu 3. júlí vegna upptöku á kvikmyndinni Oblivion hér á landi. Fréttavefurinn mbl.is greindi frá því í dag að hann og fjölskylda hans verði á Íslandi um helgina. Það hefur þó ekki fengist staðfest en eiginkona Toms er ekki síður fræg, en það er Hollywood-leikkonan Katie Holmes.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira