Manchester er áberandi á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Evrópudeild UEFA er í aðalhlutverki. Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er einnig í eldlínunni en lið hans AZ Alkmaar frá Hollandi sækir Udinese heim á Ítalíu í sömu keppni.
Staða AZ Alkmaar er góð eftir 2-0 sigur á heimavelli í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar.
Manchester United þarf að vinna upp 3-2 tap á útivelli gegn spænska liðinu Atletico Bilbao sem vann fyrri leikinn í Manchester frekar sannfærandi. Manchester City leikur á heimavelli gegn Sporting Lisbon frá Portúgal. Man City er 1-0 undir eftir tap á útivelli í fyrri leiknum.
Dagskrá kvöldsins á Stöð 2 sport er þannig:
17:50 At. Bilbao - Man. Utd. Evrópudeildin [Stöð 2 Sport]
17:55 Udinese - AZ Alkmaar (í opinni dagskrá) Evrópudeildin [Stöð 2 Sport 3]
19:55 Man. City - Sporting Lisbon Evrópudeildin [Stöð 2 Sport]
