Ekki í myndinni að refsa hælisleitendum stigur@frettabladid.is skrifar 22. desember 2012 09:00 Sundahöfn Hælisleitendur hafa ítrekað verið gripnir við að reyna að komast um borð í skip í Sundahöfn á árinu.Fréttablaðið/vilhelm Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekki koma til álita að yfirvöld grípi til sérstakra aðgerða gagnvart hælisleitendum, í ljósi þess að þeir hafi ítrekað orðið uppvísir að því að reyna að laumast um borð í skip í íslenskum höfnum sem eru á leið vestur um haf. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, gagnrýndi í Fréttablaðinu í fyrradag það sem hann kallaði úrræðaleysi yfirvalda í málefnum hælisleitenda. Ástæðan var athugasemdir sem Bandaríkjamenn hafa komið á framfæri vegna stöðunnar hér. Þeir telja óviðunandi að sami litli hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip og krefjast úrbóta, annars kunni íslensk skip að vera færð niður um öryggisflokk þar ytra. „Hafnaryfirvöld og skipafélögin eru að standa vel sína vakt. Þegar þau setja fram ásakandi yfirlýsingar í okkar garð um hælisleitendur, eins og framkvæmdastjóri Eimskipafélagsins, gerir þá skil ég eiginlega ekki hvað menn eru að hugsa; hvort menn séu að óska eftir því að við setjum hælisleitendur í einhvers konar herkví,“ segir Ögmundur. Það komi einfaldlega ekki til greina. „Við fylgjum skuldbindingum okkar í mannréttindamálum til hins ýtrasta,“ segir hann. Hann hafni því algjörlega að stjórnvöld sýni vanmátt í málefnum hælisleitenda. Í 29. grein útlendingalaga er kveðið á um að ef útlendingur „sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að af honum stafi hætta er heimilt að handtaka útlendinginn og úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt reglum laga um meðferð [sakamála], eftir því sem við á. Einnig getur lögregla lagt fyrir hann að tilkynna sig eða halda sig á ákveðnu afmörkuðu svæði.“ Ögmundur er ekki þeirrar skoðunar að beita eigi þessu ákvæði í tilfelli umræddra hælisleitenda. „Nei, mér finnst það ekki. Við stöndum okkar plikt alveg fullkomlega og ég held að þegar Bandaríkjamenn átta sig á því þá muni allar gagnrýnisraddir gufa upp. En að við förum að beita einhverjum sérstökum úrræðum gagnvart hælisleitendum – það er ekkert uppi á borði hjá okkur.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekki koma til álita að yfirvöld grípi til sérstakra aðgerða gagnvart hælisleitendum, í ljósi þess að þeir hafi ítrekað orðið uppvísir að því að reyna að laumast um borð í skip í íslenskum höfnum sem eru á leið vestur um haf. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, gagnrýndi í Fréttablaðinu í fyrradag það sem hann kallaði úrræðaleysi yfirvalda í málefnum hælisleitenda. Ástæðan var athugasemdir sem Bandaríkjamenn hafa komið á framfæri vegna stöðunnar hér. Þeir telja óviðunandi að sami litli hópur komist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip og krefjast úrbóta, annars kunni íslensk skip að vera færð niður um öryggisflokk þar ytra. „Hafnaryfirvöld og skipafélögin eru að standa vel sína vakt. Þegar þau setja fram ásakandi yfirlýsingar í okkar garð um hælisleitendur, eins og framkvæmdastjóri Eimskipafélagsins, gerir þá skil ég eiginlega ekki hvað menn eru að hugsa; hvort menn séu að óska eftir því að við setjum hælisleitendur í einhvers konar herkví,“ segir Ögmundur. Það komi einfaldlega ekki til greina. „Við fylgjum skuldbindingum okkar í mannréttindamálum til hins ýtrasta,“ segir hann. Hann hafni því algjörlega að stjórnvöld sýni vanmátt í málefnum hælisleitenda. Í 29. grein útlendingalaga er kveðið á um að ef útlendingur „sýnir af sér hegðun sem gefur til kynna að af honum stafi hætta er heimilt að handtaka útlendinginn og úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt reglum laga um meðferð [sakamála], eftir því sem við á. Einnig getur lögregla lagt fyrir hann að tilkynna sig eða halda sig á ákveðnu afmörkuðu svæði.“ Ögmundur er ekki þeirrar skoðunar að beita eigi þessu ákvæði í tilfelli umræddra hælisleitenda. „Nei, mér finnst það ekki. Við stöndum okkar plikt alveg fullkomlega og ég held að þegar Bandaríkjamenn átta sig á því þá muni allar gagnrýnisraddir gufa upp. En að við förum að beita einhverjum sérstökum úrræðum gagnvart hælisleitendum – það er ekkert uppi á borði hjá okkur.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira