Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. mars 2012 11:00 Séð yfir Tromsø Langir mjóir firðir og há fjöll geta skapað hættu á nokkrum stöðum í Noregi, bæði vegna hruns og svo vegna flóðbylgja sem geta myndast. Flóðbylgja í mjóum firði getur orðið margir tugir metra á hæð falli mörg þúsund tonn af bergi í sjóinn. Mynd/Tromsø Kommune Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð.Sveinn Kristján RúnarssonÍ júní stendur til að Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, og Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, fari til Tromsø Kommune og aðstoði við gerð rýmingaráætlana þar. Þar snúa áhyggjur manna helst að byggð í grennd við Lyngen-fjörðinn, austur af Tromsø. Í vikunni kynnti Norska jarðvísindastofnunin (NGU) hins vegar skýrslu um Storhaugen-bergið í Manndalen í Norður Noregi sem talið er að geti hrunið hvað úr hverju. Sveitarstjórn Kåfjord fundaði um málið á miðvikudagskvöld. Þá fjölluðu fjölmiðlar í Noregi nú í vikunni um hættuna á risavaxinni flóðbylgju í Storfjorden, skammt frá Álasundi, í vesturhluta landsins.Álasund í Noregi. Þar þykir vera með fegurstu bæjarstæðum heims.Fréttablaðið/ÓKÁÞar er bergstál í stóru fjalli, Åkneset, talið geta hrunið niður í fjörðinn með litlum fyrirvara. Bergið er um 54 milljónir rúmmetra og gæti valdið 85 metra háa flóðbylgju, að því er fram kom í umfjöllun norska ríkisútvarpsins, NRK. Þar er reiknað með því að rýma þurfi svæði þar sem búa 5 til 7 þúsund manns. Vonir standa til þess að allt að þriggja daga fyrirvari verði áður en að hruni kemur, en það gæti hvort heldur sem er orðið á morgun eða eftir 20 ár. Mælingar hafa að jafnaði sýnt um 15 sentimetra skrið á berginu síðustu ár. Síðustu ár hefur skriðið hins vegar aukist og ekki stoppað að vetri líkt og verið hefur. Sveinn Kristján segir fyrirhugaða ferð þeirra Víðis til komna vegna áhuga sveitarstjórnarmannsins Sveins Ludvigsen í Tromsø. „Þeir komu hingað í haust frá Tromsø til að kynna sér rýmingar og hvernig að þessum málum er staðið hér," segir Sveinn. Þar er litið til þess hvernig til tókst vegna eldgosa í Eyjafjallajökli og svo Grímsvötnum, sem og til áætlana sem til eru vegna Kötlugoss. „Þeir vilja fræðast um hvernig við nálgumst fólkið og læra að fræða án þess að hræða," segir Sveinn. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð.Sveinn Kristján RúnarssonÍ júní stendur til að Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, og Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, fari til Tromsø Kommune og aðstoði við gerð rýmingaráætlana þar. Þar snúa áhyggjur manna helst að byggð í grennd við Lyngen-fjörðinn, austur af Tromsø. Í vikunni kynnti Norska jarðvísindastofnunin (NGU) hins vegar skýrslu um Storhaugen-bergið í Manndalen í Norður Noregi sem talið er að geti hrunið hvað úr hverju. Sveitarstjórn Kåfjord fundaði um málið á miðvikudagskvöld. Þá fjölluðu fjölmiðlar í Noregi nú í vikunni um hættuna á risavaxinni flóðbylgju í Storfjorden, skammt frá Álasundi, í vesturhluta landsins.Álasund í Noregi. Þar þykir vera með fegurstu bæjarstæðum heims.Fréttablaðið/ÓKÁÞar er bergstál í stóru fjalli, Åkneset, talið geta hrunið niður í fjörðinn með litlum fyrirvara. Bergið er um 54 milljónir rúmmetra og gæti valdið 85 metra háa flóðbylgju, að því er fram kom í umfjöllun norska ríkisútvarpsins, NRK. Þar er reiknað með því að rýma þurfi svæði þar sem búa 5 til 7 þúsund manns. Vonir standa til þess að allt að þriggja daga fyrirvari verði áður en að hruni kemur, en það gæti hvort heldur sem er orðið á morgun eða eftir 20 ár. Mælingar hafa að jafnaði sýnt um 15 sentimetra skrið á berginu síðustu ár. Síðustu ár hefur skriðið hins vegar aukist og ekki stoppað að vetri líkt og verið hefur. Sveinn Kristján segir fyrirhugaða ferð þeirra Víðis til komna vegna áhuga sveitarstjórnarmannsins Sveins Ludvigsen í Tromsø. „Þeir komu hingað í haust frá Tromsø til að kynna sér rýmingar og hvernig að þessum málum er staðið hér," segir Sveinn. Þar er litið til þess hvernig til tókst vegna eldgosa í Eyjafjallajökli og svo Grímsvötnum, sem og til áætlana sem til eru vegna Kötlugoss. „Þeir vilja fræðast um hvernig við nálgumst fólkið og læra að fræða án þess að hræða," segir Sveinn.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira