Átökum að linna í Beirút 24. október 2012 00:00 Gráir fyrir járnum Stjórnarherinn hefur verið áberandi á götum Beirút síðustu daga.nordicphotos/AFP Ró færðist yfir Líbanon í gær eftir nokkurra daga átök stjórnarhersins við mótmælendur, sem saka stjórnina um þjónkun við stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi. Átökin brutust út eftir að yfirmaður í leyniþjónustu Líbanons, Wissam al Hassan herforingi, var myrtur á föstudag. Hinn myrti hafði verið harður andstæðingur áhrifa Sýrlandsstjórnar í Líbanon. Grunur leikur á að Sýrlandsstjórn hafi staðið á bak við morðið. Lögreglan í Líbanon segir að ýtarleg rannsókn hafi verið gerð á morðinu, en fátt hefur komið út úr henni um sökudólgana. Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá Sýrlandsstjórn, eru andvíg hugmyndum um að láta hlutlausa erlenda aðila rannsaka málið. Mikil spenna er áfram í Líbanon vegna átakanna í Sýrlandi, enda er Líbanon viðkvæmast allra nágrannaríkja Sýrlands fyrir því að átökin þar flæði út fyrir landamærin. Harðvítug borgarastyrjöld geisaði í Líbanon á árunum 1975 til 1990, þar sem kristnir íbúar börðust við múslíma, og súnní-múslímar börðust við sjía-múslíma. Sýrlendingar blönduðu sér fljótt inn í átökin og hertóku Líbanon árið 1976, en hernámi Sýrlands lauk ekki fyrr en 2005, eða fimmtán árum eftir að borgarastyrjöldinni lauk. Borgarastyrjöldin kostaði um 120 þúsund manns lífið og um milljón manns flúði land. Líbanon hefur að mestu staðið utan við uppreisnarbylgjuna í arabaríkjum undanfarin misseri, líklega vegna þess að stjórnin í Líbanon stendur það veikum fótum fyrir. Stjórnin lýsti auk þess yfir stuðningi við uppreisnarmenn í öðrum löndum, en staða hennar versnaði hins vegar mjög heima fyrir eftir að hún tók afstöðu gegn uppreisnarmönnum í Sýrlandi. Íran hefur lengi verið sterkasti bandamaður stjórnar Líbanons, en stuðningur Sýrlands hefur einnig verið mikilvægur, enda þarf að fara í gegnum Sýrland til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Líbanons. Átökin í Sýrlandi hafa nú kostað meira en 30 þúsund manns lífið. Þau hófust snemma á síðasta ári með friðsamlegum mótmælum gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Stjórnin tók af hörku á mótmælunum og smám saman snerust þau upp í borgarastyrjöld, sem orðið hefur æ harðvítugri með hverjum mánuðinum sem líður. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Ró færðist yfir Líbanon í gær eftir nokkurra daga átök stjórnarhersins við mótmælendur, sem saka stjórnina um þjónkun við stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi. Átökin brutust út eftir að yfirmaður í leyniþjónustu Líbanons, Wissam al Hassan herforingi, var myrtur á föstudag. Hinn myrti hafði verið harður andstæðingur áhrifa Sýrlandsstjórnar í Líbanon. Grunur leikur á að Sýrlandsstjórn hafi staðið á bak við morðið. Lögreglan í Líbanon segir að ýtarleg rannsókn hafi verið gerð á morðinu, en fátt hefur komið út úr henni um sökudólgana. Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá Sýrlandsstjórn, eru andvíg hugmyndum um að láta hlutlausa erlenda aðila rannsaka málið. Mikil spenna er áfram í Líbanon vegna átakanna í Sýrlandi, enda er Líbanon viðkvæmast allra nágrannaríkja Sýrlands fyrir því að átökin þar flæði út fyrir landamærin. Harðvítug borgarastyrjöld geisaði í Líbanon á árunum 1975 til 1990, þar sem kristnir íbúar börðust við múslíma, og súnní-múslímar börðust við sjía-múslíma. Sýrlendingar blönduðu sér fljótt inn í átökin og hertóku Líbanon árið 1976, en hernámi Sýrlands lauk ekki fyrr en 2005, eða fimmtán árum eftir að borgarastyrjöldinni lauk. Borgarastyrjöldin kostaði um 120 þúsund manns lífið og um milljón manns flúði land. Líbanon hefur að mestu staðið utan við uppreisnarbylgjuna í arabaríkjum undanfarin misseri, líklega vegna þess að stjórnin í Líbanon stendur það veikum fótum fyrir. Stjórnin lýsti auk þess yfir stuðningi við uppreisnarmenn í öðrum löndum, en staða hennar versnaði hins vegar mjög heima fyrir eftir að hún tók afstöðu gegn uppreisnarmönnum í Sýrlandi. Íran hefur lengi verið sterkasti bandamaður stjórnar Líbanons, en stuðningur Sýrlands hefur einnig verið mikilvægur, enda þarf að fara í gegnum Sýrland til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Líbanons. Átökin í Sýrlandi hafa nú kostað meira en 30 þúsund manns lífið. Þau hófust snemma á síðasta ári með friðsamlegum mótmælum gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Stjórnin tók af hörku á mótmælunum og smám saman snerust þau upp í borgarastyrjöld, sem orðið hefur æ harðvítugri með hverjum mánuðinum sem líður. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira