Handbolti

Ísland má mögulega tapa fyrir Slóveníu í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leiknum í kvöld.
Róbert Gunnarsson í leiknum í kvöld.
Eins og venja er þegar fram undan er lokaumferð riðlakeppninnar á stórmóti í handbolta er við hæfi að rýna í tölurnar og spá í spilin um möguleika íslenska liðsins.

Ísland vann í fyrrakvöld tveggja marka sigur á Noregi, 34-32, og fékk þar með sín fyrstu stig í riðlinum. Noregur var líka með tvö stig eftir sigur gegn Slóvenum í fyrstu umferð en Króatía er efst í riðlinum með fjögur stig. Þrjú efstu liðin komast áfram.

Strákarnir okkar mæta Slóvenum í lokaumferð riðlakeppninnar í dag og mun duga jafntefli til að fara áfram í milliriðlakeppnina með tvö stig. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17.10 og að honum leiknum mætast svo Króatar og Norðmenn.

Tap fyrir Slóveníu myndi ekki endilega þýða að öll nótt væri úti. Þá þyrfti liðið að treysta á að Króatía vinni Noreg því annars myndi Ísland sitja eftir í fjórða sæti riðilsins með tvö stig eins og Slóvenía - en lakari árangur í innbyrðisviðureign liðanna.

Ef hins vegar Noregur, Ísland og Slóvenía enda öll með tvö stig eftir riðlakeppnina mun það ráðast af markatölu í innbyrðisviðureignum þessara þriggja liða hvaða tvö lið fara áfram í milliriðilinn með Krótöum.

Ísland færi þó áfram í milliriðilinn án stiganna tveggja sem liðið vann sér inn gegn Noregi.

Eins og sjá má á útreikningum hér fyrir neðan er ljóst að Ísland má tapa með tveggja marka mun fyrir Slóveníu en komast samt áfram. Þriggja marka sigur Slóvena gæti dugað til - en þá aðeins ef Ísland skorar tilskilinn fjölda marka.

Fjögurra marka sigur Slóveníu gegn Íslandi á eftir þýðir þó einfaldlega að Ísland er úr leik og muni ekki spila fleiri leiki á mótinu.

Hvernig má Ísland-Slóvenía fara ef Króatía vinnur Noreg?

Eins marks sigur Slóveníu:

2. Ísland +1 í markatölu

3. Slóvenía 0

4. Noregur -1

Tveggja marka sigur Slóveníu:

2. Slóvenía +1

3. Ísland 0

4. Noregur -1

Þriggja marka sigur Slóveníu:

2. Slóvenía +2

3.-4. Ísland -1

3.-4. Noregur -1

  • Ísland fer áfram með því að skora minnst 27 mörk í leiknum
  • Ef Ísland skorar 26 mörk ræðst það af heildarmarktölu í riðlinum hvaða lið fara áfram - ekki innbyrðis. Þá skiptir máli hversu stórt tap Noregs er gegn Króatíu og mögulega hversu mörg mörk Norðmenn skora í leiknum.
  • Ef Ísland skorar 25 mörk eða minna kemst Noregur áfram.
Fjögurra marka sigur Slóveníu:

2. Slóvenía +3

3. Noregur -1

4. Ísland -2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×