Réttur helmingur aðspurðra íbúa í ESB segir aðild lands síns vera af hinu góða, að því er kemur fram í könnun Eurobarometer sem var gerð í júní. Hins vegar segjast aðeins 40 prósent líta ESB í jákvæðu ljósi, sem er þó aukning frá í nóvember þegar 31 prósent aðspurðra voru á þeirri skoðun.
Rúmur helmingur aðspurðra sagðist viss um að þeirra skoðanir skiptu litlu máli á sviði ESB og vart kemur á óvart að atvinnusköpun og barátta gegn atvinnuleysi er álitið, af yfirgnæfandi meirihluta svarenda, helsta baráttumálið gegn yfirstandandi efnahagsþrengingum ESB. - þj
