Menning

Andra Snæ vel tekið vestanhafs

Bókin Lovestar eftir Andra Snæ Magnason kom út í Bandaríkjunum í síðustu viku og er sögð alvarlega fyndin af gagnrýnanda Village Voice.
Bókin Lovestar eftir Andra Snæ Magnason kom út í Bandaríkjunum í síðustu viku og er sögð alvarlega fyndin af gagnrýnanda Village Voice. Fréttablaðið/valli
Verk rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar hljóta góðar viðtökur gagnrýnanda vestanhafs. Í síðustu viku kom bókin Lovestar út í Bandaríkjunum og hlaut hún strax svokallaðan stirndan dóm (e. starred review) í Publishers Weekly.

Það þykir gífurlegt hól fyrir rithöfunda að fá stjörnumerkta dóma í svo virtu riti, en í gagnrýninni er sagt að kolruglað hugmyndaflug Andra Snæs sé í yfirstærð og hressandi. Einnig er bókin sögð alvarlega fyndin hjá gagnrýnanda blaðsins Village Voice.

Þá kom barnabók Andra Snæs, Blái hnötturinn, út fyrir nokkru í Bandaríkjunum og fékk líka stirndan dóm í Publishers Weekly. Þar er Andra Snæ líkt við sjálfan Roald Dahl.

New York Times fer einnig lofsamlegum orðum um bókina og segir textann sérstaklega meitlaðan, hraðan og ljóðrænan og siðaboðskapnum sé snyrtilega komið hjá því að verða of áberandi með leikandi léttum stíl og fyndni. Blái hnötturinn hefur flakkað mikið um heiminn en hún hefur nú þegar komið út í Kína, Japan, Grikklandi, Tælandi og Kóreu auk fjölmargra Evrópulanda. - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.