Andstætt lögum að afhenda skýrslu um Búsáhaldabyltinguna BBI skrifar 17. október 2012 13:48 Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hann hafi ekki lagaheimild til að afhenda þingmönnum skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, skrifaði um Búsáhaldabyltinguna og mótmælin eftir hrun. Þingmenn telja afar brýnt að komast í upplýsingarnar í skýrslunni. Umrædd skýrsla byggir á gögnum úr málaskrá lögreglu. Málaskráin fellur undir reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu en samkvæmt þeim reglum er notkun upplýsinganna takmörkuð við lögreglustörf eins og kemur fram í 1. málsgrein 5. greinar. Þær má almennt ekki nýta í öðrum tilgangi eins og kemur fram í 2. málsgrein 5. greinar. Í 6. grein reglnanna kemur fram að í einstaka tilvikum sé heimilt að veita öðrum stjórnvöldum aðgang að umræddum upplýsingum en til þess þarf samþykki þess sem upplýsingarnar fjalla um, sérstaka lagaheimild, sérstaka heimild Persónuverndar eða aðsteðjandi hættu. Vegna þessara reglna geta alþingismenn ekki fengið aðgang að skýrslunni sem Geir Jón vann um mótmælin, jafnvel þó þeir telji það brýnt í því skyni að bæta öryggismál Alþingis. „Mig skortir bara algerlega lagaheimild til að afhenda upplýsingar úr skrám lögreglu," segir Stefán Eiríksson. Hér má nálgast reglurnar sem um ræðir. Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Málið strandar á Stefáni Eiríkssyni Lögreglustjóri hefur hafnað beiðni forseta Alþingis um aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, verður allra leiða leitað til að skýrslan verði gerð ríkinu opinber. 17. október 2012 11:55 Geir Jón: Dómstólar létu undan þrýstingi í nímenningamálinu Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. 16. október 2012 13:37 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hann hafi ekki lagaheimild til að afhenda þingmönnum skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, skrifaði um Búsáhaldabyltinguna og mótmælin eftir hrun. Þingmenn telja afar brýnt að komast í upplýsingarnar í skýrslunni. Umrædd skýrsla byggir á gögnum úr málaskrá lögreglu. Málaskráin fellur undir reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu en samkvæmt þeim reglum er notkun upplýsinganna takmörkuð við lögreglustörf eins og kemur fram í 1. málsgrein 5. greinar. Þær má almennt ekki nýta í öðrum tilgangi eins og kemur fram í 2. málsgrein 5. greinar. Í 6. grein reglnanna kemur fram að í einstaka tilvikum sé heimilt að veita öðrum stjórnvöldum aðgang að umræddum upplýsingum en til þess þarf samþykki þess sem upplýsingarnar fjalla um, sérstaka lagaheimild, sérstaka heimild Persónuverndar eða aðsteðjandi hættu. Vegna þessara reglna geta alþingismenn ekki fengið aðgang að skýrslunni sem Geir Jón vann um mótmælin, jafnvel þó þeir telji það brýnt í því skyni að bæta öryggismál Alþingis. „Mig skortir bara algerlega lagaheimild til að afhenda upplýsingar úr skrám lögreglu," segir Stefán Eiríksson. Hér má nálgast reglurnar sem um ræðir.
Tengdar fréttir Sigurður Ingi: Málið strandar á Stefáni Eiríkssyni Lögreglustjóri hefur hafnað beiðni forseta Alþingis um aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, verður allra leiða leitað til að skýrslan verði gerð ríkinu opinber. 17. október 2012 11:55 Geir Jón: Dómstólar létu undan þrýstingi í nímenningamálinu Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. 16. október 2012 13:37 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Sigurður Ingi: Málið strandar á Stefáni Eiríkssyni Lögreglustjóri hefur hafnað beiðni forseta Alþingis um aðgang að skýrslu sem Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann um Búsáhaldabyltinguna. Að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, verður allra leiða leitað til að skýrslan verði gerð ríkinu opinber. 17. október 2012 11:55
Geir Jón: Dómstólar létu undan þrýstingi í nímenningamálinu Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, telur að dómstólar hafi látið undan þrýstingi í þjóðfélaginu í máli nímenninganna sem réðust á Alþingi í mótmælunum eftir hrunið. 16. október 2012 13:37