Eli Manning og félagar grýttu meisturunum úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. janúar 2012 08:59 Eli Manning fagnar í gær. Mynd/AP Leikstjórnandinn Eli Manning sendi skýr skilaboð í gær þegar hann leiddi lið sitt, New York Giants, til sigurs gegn NFL-meisturunum í Green Bay Packers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar í gærkvöldi. Leikar fóru 37-20 fyrir Giants en flestir reiknuðu með því að Packers, sem unnu fimmtán af sextán leikjum sínum í deildakeppninni, myndu hafa betur með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fyrirrúmi. En Rodgers átti ekki góðan dag frekar en aðrir í liði Green Bay. Galopnar sendingar mistókust og liðið tapaði óvenjulega mörgum boltum. Manning og Giants-liðið gengu á lagið og spiluðu gríðarlega vel í kuldanum á hinum sögufræga Lambeau-velli í Wisconsin-fylki. Eli Manning líður greinilega vel gegn Packers því fyrir fjórum árum síðan fór hann fyrir sínum mönnum þegar þeir sigruðu Green Bay í úrslitum Þjóðardeildarinnar . Það átti eftir að reynast lokaleikur Brett Favre í búningi Green Bay eftir fimmtán ára feril hjá félaginu. Manning hefur áður sannað sig sem leikstjórnandi í hæsta gæðaflokki og sýndi enn og aftur í gær að hann getur leitt sitt lið til sigurs í hvaða aðstæðum sem er. Manning átti tvær glæsilegar snertimarkssendingar á Hakeem Nicks strax í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Nicks 66 jarda snertimark og svo greip hann boltann í endasvæðinu eftir 37 jarda háloftasendingu Manning - svokölluð Hail Mary-sending - á lokasekúndum fyrri hálfleiks. „Hann greip sendinguna ótrúlega vel," sagði Manning eftir leikinn. „Þetta var ein af fáum Hail Mary-sendingum sem ég hef kastað frá mér og sú fyrsta sem hefur verið gripin." Staðan í hálfleik var 20-10 og náði Green Bay að minnka muninn í 20-13 með vallarmarki í þriðja leikhluta. En vallarmark Lawrence Tynes og snertimark Mario Manningham í upphafi fjórða leikhluta sáu til þess að lokamínútur leiksins urðu aldrei spennandi. Manning var maður leiksins. 21 af 33 sendingum hans í leiknum skiluðu sér til samherja og samtals gáfu þær 330 jarda og þrjú snertimörk af sér. Aðeins einu sinni var sending hans gripin af andstæðingi. Lið Green Bay hefur verið eins og vel smurð vél og því var óvenjulegt að sjá til liðsins í nótt. „Það er algerlega augljóst að við spiluðum ekki vel í leiknum, sagði þjálfarinn Mike McCarthy." „Okkur gekk illa að halda boltanum og er það ólíkt okkur." „Við spilum til þessa að vinna titla. Þegar maður stendur á hátindi fjallsins gleymir maður því hversu sárt það er að tapa. Við spiluðum eins og meistarar allt tímabilið en spiluðum ekki vel í kvöld," sagði Rodgers. Í fyrri leik gærdagsins hafði Baltimore Ravens betur gegn Houston Texans, 20-13. Giants mætir San Francisco 49ers í úrslitum Þjóðardeildarinnar á sunnudaginn kemur. Sama dag eigast við Baltimore og New England Patriots í úrslitum Ameríkudeildarinnar. NFL Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Leikstjórnandinn Eli Manning sendi skýr skilaboð í gær þegar hann leiddi lið sitt, New York Giants, til sigurs gegn NFL-meisturunum í Green Bay Packers í undanúrslitum Þjóðardeildarinnar í gærkvöldi. Leikar fóru 37-20 fyrir Giants en flestir reiknuðu með því að Packers, sem unnu fimmtán af sextán leikjum sínum í deildakeppninni, myndu hafa betur með leikstjórnandann Aaron Rodgers í fyrirrúmi. En Rodgers átti ekki góðan dag frekar en aðrir í liði Green Bay. Galopnar sendingar mistókust og liðið tapaði óvenjulega mörgum boltum. Manning og Giants-liðið gengu á lagið og spiluðu gríðarlega vel í kuldanum á hinum sögufræga Lambeau-velli í Wisconsin-fylki. Eli Manning líður greinilega vel gegn Packers því fyrir fjórum árum síðan fór hann fyrir sínum mönnum þegar þeir sigruðu Green Bay í úrslitum Þjóðardeildarinnar . Það átti eftir að reynast lokaleikur Brett Favre í búningi Green Bay eftir fimmtán ára feril hjá félaginu. Manning hefur áður sannað sig sem leikstjórnandi í hæsta gæðaflokki og sýndi enn og aftur í gær að hann getur leitt sitt lið til sigurs í hvaða aðstæðum sem er. Manning átti tvær glæsilegar snertimarkssendingar á Hakeem Nicks strax í fyrri hálfleik. Fyrst skoraði Nicks 66 jarda snertimark og svo greip hann boltann í endasvæðinu eftir 37 jarda háloftasendingu Manning - svokölluð Hail Mary-sending - á lokasekúndum fyrri hálfleiks. „Hann greip sendinguna ótrúlega vel," sagði Manning eftir leikinn. „Þetta var ein af fáum Hail Mary-sendingum sem ég hef kastað frá mér og sú fyrsta sem hefur verið gripin." Staðan í hálfleik var 20-10 og náði Green Bay að minnka muninn í 20-13 með vallarmarki í þriðja leikhluta. En vallarmark Lawrence Tynes og snertimark Mario Manningham í upphafi fjórða leikhluta sáu til þess að lokamínútur leiksins urðu aldrei spennandi. Manning var maður leiksins. 21 af 33 sendingum hans í leiknum skiluðu sér til samherja og samtals gáfu þær 330 jarda og þrjú snertimörk af sér. Aðeins einu sinni var sending hans gripin af andstæðingi. Lið Green Bay hefur verið eins og vel smurð vél og því var óvenjulegt að sjá til liðsins í nótt. „Það er algerlega augljóst að við spiluðum ekki vel í leiknum, sagði þjálfarinn Mike McCarthy." „Okkur gekk illa að halda boltanum og er það ólíkt okkur." „Við spilum til þessa að vinna titla. Þegar maður stendur á hátindi fjallsins gleymir maður því hversu sárt það er að tapa. Við spiluðum eins og meistarar allt tímabilið en spiluðum ekki vel í kvöld," sagði Rodgers. Í fyrri leik gærdagsins hafði Baltimore Ravens betur gegn Houston Texans, 20-13. Giants mætir San Francisco 49ers í úrslitum Þjóðardeildarinnar á sunnudaginn kemur. Sama dag eigast við Baltimore og New England Patriots í úrslitum Ameríkudeildarinnar.
NFL Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti