NFL: Fálkarnir enn ósigraðir og Peyton á flugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2012 11:15 Peyton Manning og Drew Brees eftir leikinn í nótt. Mynd/Nordic Photos/Getty Atlanta Falcons vann sinn sjöunda leik í röð í ameríska fótboltanum um helgina og er áfram eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir á skrið og þá vann litli bróðir hans, Eli, fjórða leikinn í röð á hinum einstaka Cowboys-leikvangi í Dallas. Atlanta Falcons vann öruggan 30-17 sigur á Philadelphia Eagles og hefur þar með unnið fyrstu sjö leiki sína í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leikstjórnandinn Matt Ryan átti enn einn stórleikinn. Atlanta er eina 7-0 liðið í deildinni en bæði Chicago Bears og Houston Texans hafa unnið 6 af 7 leikjum sínum. Denver Broncos vann 34-14 sigur á New Orleans Saints þar sem stjarna Peyton Manning skein skært. Manning náði fjórða leiknum í röð þar sem hann kastaði yfir 300 jarða, gaf þrjár snertimarkssendingar og tapaði ekki bolta. Broncos hefur unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum og það efast enginn lengur um það að Manning nái sér ekki að meiðslunum sem héldu honum frá allt síðasta tímabil. Það var annars mikil dramatík í leikjum gærdagsins og í mörgum þeirra réðustu úrslitin á síðustu sekúndunum. Chicago Bears þurfti að hafa fyrir naumum 23-22 endurkomusigri á Carolina Panthers, Indianapolis Colts vann Tennessee í framlengingu og Detroit Lions vann Seattle Seahawks á snertimarki 20 sekúndum fyrir leikslok. Núverandi meisturum í New York Giants líkar vel að spila á hinum magnaða Cowboys-leikvangi því liðið er búið að vinna alla fjóra leiki sína á vellinum. Dallas Cowboys skoraði reyndar snertimark í lok leiksins sem hefði skilað liðinu sigri en það munaði aðeins sentímetrum að það hefði verið gilt. Eli Manning og félagar New York Giants unnu því fjórða leikinn í röð.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: Green Bay Packers - Jacksonville Jaguars 24-15 New York Jets - Miami Dolphins 9-30 Cleveland Browns - San Diego Chargers 7-6 Tennessee Titans - Indianapolis Colts 13-19 (framlenging) St. Louis Rams - New England Patriots 7-45 Philadelphia Eagles - Atlanta Falcons 17-30 Chicago Bears - Carolina Panthers 23-22 Detroit Lions - Seattle Seahawks 28-24 Pittsburgh Steelers - Washington Redskins 27-12 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 16-26 Dallas Cowboys - New York Giants 24-29 Denver Broncos - New Orleans Saints 34-14 NFL Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sá ekki boltann fyrir tárum þegar eltihrellirinn mætti á svæðið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Dagskráin: PSG tekur á móti Liverpool og Reykjanesbæjarslagur hjá konunum Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Atlanta Falcons vann sinn sjöunda leik í röð í ameríska fótboltanum um helgina og er áfram eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir á skrið og þá vann litli bróðir hans, Eli, fjórða leikinn í röð á hinum einstaka Cowboys-leikvangi í Dallas. Atlanta Falcons vann öruggan 30-17 sigur á Philadelphia Eagles og hefur þar með unnið fyrstu sjö leiki sína í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leikstjórnandinn Matt Ryan átti enn einn stórleikinn. Atlanta er eina 7-0 liðið í deildinni en bæði Chicago Bears og Houston Texans hafa unnið 6 af 7 leikjum sínum. Denver Broncos vann 34-14 sigur á New Orleans Saints þar sem stjarna Peyton Manning skein skært. Manning náði fjórða leiknum í röð þar sem hann kastaði yfir 300 jarða, gaf þrjár snertimarkssendingar og tapaði ekki bolta. Broncos hefur unnið 3 af síðustu 4 leikjum sínum og það efast enginn lengur um það að Manning nái sér ekki að meiðslunum sem héldu honum frá allt síðasta tímabil. Það var annars mikil dramatík í leikjum gærdagsins og í mörgum þeirra réðustu úrslitin á síðustu sekúndunum. Chicago Bears þurfti að hafa fyrir naumum 23-22 endurkomusigri á Carolina Panthers, Indianapolis Colts vann Tennessee í framlengingu og Detroit Lions vann Seattle Seahawks á snertimarki 20 sekúndum fyrir leikslok. Núverandi meisturum í New York Giants líkar vel að spila á hinum magnaða Cowboys-leikvangi því liðið er búið að vinna alla fjóra leiki sína á vellinum. Dallas Cowboys skoraði reyndar snertimark í lok leiksins sem hefði skilað liðinu sigri en það munaði aðeins sentímetrum að það hefði verið gilt. Eli Manning og félagar New York Giants unnu því fjórða leikinn í röð.Úrslit allra leikja í NFL-deildinni í gær: Green Bay Packers - Jacksonville Jaguars 24-15 New York Jets - Miami Dolphins 9-30 Cleveland Browns - San Diego Chargers 7-6 Tennessee Titans - Indianapolis Colts 13-19 (framlenging) St. Louis Rams - New England Patriots 7-45 Philadelphia Eagles - Atlanta Falcons 17-30 Chicago Bears - Carolina Panthers 23-22 Detroit Lions - Seattle Seahawks 28-24 Pittsburgh Steelers - Washington Redskins 27-12 Kansas City Chiefs - Oakland Raiders 16-26 Dallas Cowboys - New York Giants 24-29 Denver Broncos - New Orleans Saints 34-14
NFL Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sá ekki boltann fyrir tárum þegar eltihrellirinn mætti á svæðið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Dagskráin: PSG tekur á móti Liverpool og Reykjanesbæjarslagur hjá konunum Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira