Hefur trú á Glódísi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2013 06:00 Glódís Perla er sautján ára varnarmaður sem stóð í ströngu gegn Skotum um helgina. Mynd/Eva Björk Íslensku stelpurnar gengu niðurlútar til hálfleiks á móti Skotum á laugardaginn, búnar að fá sig þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Þar fór ekki lið sem er líklegt til afreka á EM eftir rúman mánuð. Það var á köflum eins og skoska liðið væri á léttri skotæfingu og varnarleikur íslenska liðsins var langt frá því að vera boðlegur. Sif Atladóttir, besti varnarmaður íslenska liðsins undanfarin ár, spilaði út úr stöðu sem hægri bakvörður og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari veðjaði á hina 17 ára gömlu Glódísi Perlu Viggósdóttur við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik bjuggust kannski flestir við að sú reynsluminnsta væri látin stíga til hliðar. Það var ekki svo. Sigurður Ragnar gerði fjórar breytingar en Glódís var áfram við hlið Katrínar í miðri vörninni. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleiknum og nóg af tækifærum til að snúa tapi í sigur þótt Skotar hafi á endanum haft betur 3-2. Sif að spila meidd „Sif hefur fyrst og fremst verið miðvörður hjá okkur. Við prófuðum að setja hana í hægri bakvörðinn því ég vildi vita hvort við ættum þann möguleika í lokakeppninni, því við eigum ekki það marga varnarmenn. Ég vildi sjá Glódísi og Kötu meira saman því við spiluðum vel í vörninni úti í Svíþjóð. Sif er líka að spila meidd og tók ég hana því út af í hálfleik. Hún þarf að skoða það betur hvort hún nái sér. Mér fannst hún vera svolítið frá sínu besta í þessum leik, eins og kannski leikmennirnir sem spiluðu fyrri hálfleikinn. Vonandi nær hún sér góðri fyrir lokakeppnina því hún hefur verið frábær með okkur í langan tíma,“ sagði Sigurður Ragnar um Sif, en hann hefur mikla trú á Glódísi sem hefur byrjað fimm af sex leikjum ársins. „Hún er búin að spila mjög vel fyrir okkur og leikmaður dettur ekki strax út ef hann lendir í því að gera einhver mistök eða spilar ekki vel. Hún er ung og reynslulítil og stendur sig fáránlega vel miðað við aldur og reynslu,“ sagði Sigurður Ragnar. Glódís sjálf vissi vel að spilamennskan í fyrri hálfleik yrði ekki boðleg á Evrópumótinu. Var stressuð í fyrri hálfleik „Ég var alls ekki sátt með fyrri hálfleikinn. Við vorum langt hver frá annarri og náðum ekki að spila góðan varnarleik. Það kostaði okkur þrjú mörk. Við náðum að rífa okkur upp í seinni hálfleiknum og koma sterkari inn. Við ákváðum það inni í klefa að við ætluðum að gera betur, standa meira saman og gera þetta sem lið,“ sagði Glódís Perla og bætti við: „Ég get alveg viðurkennt að ég var stressuð í fyrri hálfleiknum. Ég var því mjög sátt með að fá að vera áfram inni á vellinum.“ Fótbolti Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira
Íslensku stelpurnar gengu niðurlútar til hálfleiks á móti Skotum á laugardaginn, búnar að fá sig þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Þar fór ekki lið sem er líklegt til afreka á EM eftir rúman mánuð. Það var á köflum eins og skoska liðið væri á léttri skotæfingu og varnarleikur íslenska liðsins var langt frá því að vera boðlegur. Sif Atladóttir, besti varnarmaður íslenska liðsins undanfarin ár, spilaði út úr stöðu sem hægri bakvörður og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari veðjaði á hina 17 ára gömlu Glódísi Perlu Viggósdóttur við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik bjuggust kannski flestir við að sú reynsluminnsta væri látin stíga til hliðar. Það var ekki svo. Sigurður Ragnar gerði fjórar breytingar en Glódís var áfram við hlið Katrínar í miðri vörninni. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleiknum og nóg af tækifærum til að snúa tapi í sigur þótt Skotar hafi á endanum haft betur 3-2. Sif að spila meidd „Sif hefur fyrst og fremst verið miðvörður hjá okkur. Við prófuðum að setja hana í hægri bakvörðinn því ég vildi vita hvort við ættum þann möguleika í lokakeppninni, því við eigum ekki það marga varnarmenn. Ég vildi sjá Glódísi og Kötu meira saman því við spiluðum vel í vörninni úti í Svíþjóð. Sif er líka að spila meidd og tók ég hana því út af í hálfleik. Hún þarf að skoða það betur hvort hún nái sér. Mér fannst hún vera svolítið frá sínu besta í þessum leik, eins og kannski leikmennirnir sem spiluðu fyrri hálfleikinn. Vonandi nær hún sér góðri fyrir lokakeppnina því hún hefur verið frábær með okkur í langan tíma,“ sagði Sigurður Ragnar um Sif, en hann hefur mikla trú á Glódísi sem hefur byrjað fimm af sex leikjum ársins. „Hún er búin að spila mjög vel fyrir okkur og leikmaður dettur ekki strax út ef hann lendir í því að gera einhver mistök eða spilar ekki vel. Hún er ung og reynslulítil og stendur sig fáránlega vel miðað við aldur og reynslu,“ sagði Sigurður Ragnar. Glódís sjálf vissi vel að spilamennskan í fyrri hálfleik yrði ekki boðleg á Evrópumótinu. Var stressuð í fyrri hálfleik „Ég var alls ekki sátt með fyrri hálfleikinn. Við vorum langt hver frá annarri og náðum ekki að spila góðan varnarleik. Það kostaði okkur þrjú mörk. Við náðum að rífa okkur upp í seinni hálfleiknum og koma sterkari inn. Við ákváðum það inni í klefa að við ætluðum að gera betur, standa meira saman og gera þetta sem lið,“ sagði Glódís Perla og bætti við: „Ég get alveg viðurkennt að ég var stressuð í fyrri hálfleiknum. Ég var því mjög sátt með að fá að vera áfram inni á vellinum.“
Fótbolti Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira