Lífið

Íslenskir ástríðuglæpir

Íslenskir ástríðuglæpir á Stöð 2 í vetur.
Íslenskir ástríðuglæpir á Stöð 2 í vetur.
„Margir af sorglegustu og jafnframt hrottalegustu glæpum landsins eru ástríðuglæpir. Þetta eru allt hræðileg mál þar sem fórnarlömbin eru heilu fjölskyldurnar. Ég hef mikla samúð með þeim. Í sumum tilfellum er nálægð geranda og þolanda mikil sem gerir þetta að viðkvæmum og erfiðum málum. Við munum því nálgast þetta af virðingu og nærgætni,“ segir sjónvarpsmaðurinn Ásgeir Erlendsson, sem hefur umsjón með Íslenskum ástríðuglæpum, nýjum íslenskum heimildarþáttum sem væntanlegir eru á Stöð 2 í vetur.

Þættirnir Mannshvörf vöktu mikla athygli á Stöð 2 fyrr á árinu og heldur Helga Arnardóttir áfram á sömu braut með nýrri þáttaröð, Óupplýst lögreglumál, nú í haust. Íslenskir ástríðuglæpir verða í svipuðum stíl, þar sem viðtöl við sérfræðinga, þolendur og aðstandendur sem og ítarleg og vönduð umfjöllun um hvert mál verða aðalsmerki þáttanna.

„Ástríðuglæpir eru sjaldnast fyrir fram skipulagðir og þau íslensku mál sem við erum að skoða eru þannig. Þessir glæpir eru því miður oft framdir í stundarbrjálæði og af hvatvísi. Ástríðuglæpir eru því ekki eingöngu þeir glæpir þar sem gerandi og þolandi þekkjast heldur þar sem gerandi og þolandi þekkjast ekki.

Tilgangurinn er að reyna að komast að því hvers vegna glæpir sem þessir eru framdir,“ segir Ásgeir.

„Þegar ég var í sálfræði í Háskólanum í Reykjavík voru þetta glæpir sem gripu athygli mína ekki síst vegna þess að í mörgum tilfellum, þó ekki öllum, eru þeir sem fremja þessa glæpi ekki endilega þeir sem fyrir fram þættu líklegir afbrotamenn. Í mörgum málanna er um að ræða mjög hrottalegan fyrsta glæp viðkomandi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.