Strákarnir í Ísafjarðarmálinu stíga fram: „Það snérist allt um helvítis DV og aumingja maðurinn“ Boði Logason skrifar 22. janúar 2013 20:31 Eiríkur Guðberg Stefánsson og Hilmar Örn Þorbjörnsson voru gestir Kastljóssins í kvöld. Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. Gísli var kennari á Ísafirði en málið vakti mikla athygli þegar hann svipti sig lífi sama dag og DV fjallaði um brot hans árið 2006. Ritstjórar DV hættu störfum fyrir blaðið í kjölfarið en málið hefur oft verið kallað Ísafjarðarmálið. Hilmar Örn og Eiríkur Guðberg stigu nú í fyrsta skiptið fram og sögðu frá því ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla í mörg ár. „Þetta byrjaði eftir 15 ára afmælisdaginn minn og gekk rétt yfir 17 ára aldurinn, nánast vikulega," sagði Eiríkur Guðberg. Gísli kynntist föðurfjölskyldu Eiríks Guðbergs og hjálpaði honum að læra eftir skóla. Þannig gekk það fyrir sér um nokkurra mánaðaskeið en svo byrjaði Gísli að brjóta á honum. „Ég var í fótbolta og gekk rosalega vel í lífinu, en átti erfitt með skólann, var hálf-ofvirkur. En eftir að þetta byrjaði hætti ég í fótbolta og fór að drekka mikið, svo komu eiturlyf og sterar í kjölfarið af því," sagði Eiríkur Guðberg. Rétt fyrir jólin árið 2005 ákváðu þeir að kæra Gísla fyrir brotin. Það var svo í byrjun janúar árið 2006 sem DV kemst á snoðir um kærurnar tvær. „Hvernig, veit ég ekki, og það skiptir kannski ekki máli. En þeir hringja og hringja í mig og vilja fá hinar ýmsu upplýsingar en ég neitaði að tala við þá - slökkti bara á símanum mínum á tímabili. Þeir tala við pabba minn og hann biður þá ítrekað að bíða með þetta, og segir að um leið og þið birtið eitthvað um þetta þá er málið dautt - þið eyðileggið það fyrir okkur. En þeir hlustuðu ekki því miður," sagði Hilmar Örn. Sama dag og blaðið kom út svipti Gísli sig lífi, og því fór málið aldrei neitt lengra í dómskerfinu. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn segja að þeir hafi gleymst í umræðunni. „Við týndumst bara, það snérist allt um „helvítis DV og aumingja maðurinn"," sagði Hilmar Örn. „Ég gat ekki farið í mál við látinn einstakling og lokaði mig inni í tvær vikur, held ég hafi bara fengið vægt taugaáfall." „Ég var svo ungur, ég var bara 18 ára. Ég var svolítið sár yfir því að það bjuggust allir við að við værum að ljúga, að hann væri hetja því DV skrifaði um hann. Hann gerði það sem hann gerði." Eftir þetta hafa þeir fengið að heyra að þeir séu morðingjar, að það sé þeim að kenna að Gísli hafi svipt sig lífi. „Maður hefur heyrt bæði frá fólki sem trúir þessu, og trúir þessu ekki. Ég hef heyrt frá fólki sem segir að það hafi verið flott hjá okkur að kæra en ég hef líka heyrt að menn hafa kallað okkur morðingja fyrir að hafa drepið manninn," sagði Hilmar Örn. Fyrir nokkrum árum reyndi Eiríkur sjálfsvíg eftir að maður kom til hans og sagði að hann ætti að gefa sig fram til lögreglu og sitja inni fyrir manndráp. „Ég fór bara heim. Ég gat ekki meira. Ég hengdi mig inni í þvottahúsi. Ég var nánast dáinn, það þurfti að blása mig og hnoða mig í gang - svo vaknaði ég upp á spítala," sagði Eiríkur. „Ég hef talað um þetta tvisvar áður, við lögregluna og sálfræðing." Þeir segjast stíga fram núna til að fólk vakni. „Þetta er ekki okkur að kenna og fyrir okkur stráka er erfiðara að koma fram en fyrir stelpur. Það er hægt að mennta sig og ná bata," sagði Eiríkur. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn fengu báðir greiddar hámarksbætur frá íslenska ríkinu vegna þeirra brota sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla. Talið var sannað að Gísli hefði brotið gegn þeim.Viðtalið má sjá hér. Fjölmiðlar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Hilmar Örn Þorbjörnsson og Eiríkur Guðberg Stefánsson komu fram í Kastljósinu í kvöld og sögðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla Hjartarsonar þegar þeir voru á unglingsaldri. Gísli var kennari á Ísafirði en málið vakti mikla athygli þegar hann svipti sig lífi sama dag og DV fjallaði um brot hans árið 2006. Ritstjórar DV hættu störfum fyrir blaðið í kjölfarið en málið hefur oft verið kallað Ísafjarðarmálið. Hilmar Örn og Eiríkur Guðberg stigu nú í fyrsta skiptið fram og sögðu frá því ofbeldi sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla í mörg ár. „Þetta byrjaði eftir 15 ára afmælisdaginn minn og gekk rétt yfir 17 ára aldurinn, nánast vikulega," sagði Eiríkur Guðberg. Gísli kynntist föðurfjölskyldu Eiríks Guðbergs og hjálpaði honum að læra eftir skóla. Þannig gekk það fyrir sér um nokkurra mánaðaskeið en svo byrjaði Gísli að brjóta á honum. „Ég var í fótbolta og gekk rosalega vel í lífinu, en átti erfitt með skólann, var hálf-ofvirkur. En eftir að þetta byrjaði hætti ég í fótbolta og fór að drekka mikið, svo komu eiturlyf og sterar í kjölfarið af því," sagði Eiríkur Guðberg. Rétt fyrir jólin árið 2005 ákváðu þeir að kæra Gísla fyrir brotin. Það var svo í byrjun janúar árið 2006 sem DV kemst á snoðir um kærurnar tvær. „Hvernig, veit ég ekki, og það skiptir kannski ekki máli. En þeir hringja og hringja í mig og vilja fá hinar ýmsu upplýsingar en ég neitaði að tala við þá - slökkti bara á símanum mínum á tímabili. Þeir tala við pabba minn og hann biður þá ítrekað að bíða með þetta, og segir að um leið og þið birtið eitthvað um þetta þá er málið dautt - þið eyðileggið það fyrir okkur. En þeir hlustuðu ekki því miður," sagði Hilmar Örn. Sama dag og blaðið kom út svipti Gísli sig lífi, og því fór málið aldrei neitt lengra í dómskerfinu. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn segja að þeir hafi gleymst í umræðunni. „Við týndumst bara, það snérist allt um „helvítis DV og aumingja maðurinn"," sagði Hilmar Örn. „Ég gat ekki farið í mál við látinn einstakling og lokaði mig inni í tvær vikur, held ég hafi bara fengið vægt taugaáfall." „Ég var svo ungur, ég var bara 18 ára. Ég var svolítið sár yfir því að það bjuggust allir við að við værum að ljúga, að hann væri hetja því DV skrifaði um hann. Hann gerði það sem hann gerði." Eftir þetta hafa þeir fengið að heyra að þeir séu morðingjar, að það sé þeim að kenna að Gísli hafi svipt sig lífi. „Maður hefur heyrt bæði frá fólki sem trúir þessu, og trúir þessu ekki. Ég hef heyrt frá fólki sem segir að það hafi verið flott hjá okkur að kæra en ég hef líka heyrt að menn hafa kallað okkur morðingja fyrir að hafa drepið manninn," sagði Hilmar Örn. Fyrir nokkrum árum reyndi Eiríkur sjálfsvíg eftir að maður kom til hans og sagði að hann ætti að gefa sig fram til lögreglu og sitja inni fyrir manndráp. „Ég fór bara heim. Ég gat ekki meira. Ég hengdi mig inni í þvottahúsi. Ég var nánast dáinn, það þurfti að blása mig og hnoða mig í gang - svo vaknaði ég upp á spítala," sagði Eiríkur. „Ég hef talað um þetta tvisvar áður, við lögregluna og sálfræðing." Þeir segjast stíga fram núna til að fólk vakni. „Þetta er ekki okkur að kenna og fyrir okkur stráka er erfiðara að koma fram en fyrir stelpur. Það er hægt að mennta sig og ná bata," sagði Eiríkur. Eiríkur Guðberg og Hilmar Örn fengu báðir greiddar hámarksbætur frá íslenska ríkinu vegna þeirra brota sem þeir urðu fyrir af hendi Gísla. Talið var sannað að Gísli hefði brotið gegn þeim.Viðtalið má sjá hér.
Fjölmiðlar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira