Lionel Messi var nánast óþekkjanlegur á San Siro í kvöld og komst aldrei í takt við leikinn þegar Barcelona tapaði óvænt 0-2 á móti AC Milan í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Þetta er í fyrsta sinn í fimmtán leikjum sem Messi á ekki þátt í marki í leik með Barcelona eða síðan að hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli á móti Benfica 5. desember.
Þetta er janframt fyrsti leikur Messi í byrjunarliði þar sem hann á ekki þátt í marki hjá Barcelona-liðinu síðan í 3-1 sigri á Celta de Vigo 3. nóvember. Frá þeim leik var Messi búinn að búa til mark í tuttugu leikjum í röð í byrjunarliði.
Síðustu leikir Lionel Messi með Barcelona:
Febrúar
0-2 tap fyrir AC Milan - 0 mörk
2-1 sigur á Granada - 2 mörk
6-1 sigur á Getafe - 1 mark (2 stoðsendingar)
1-1 jafntefli við Valencia - 1 mark
Janúar
1-1 jafntefli við Real Madrid (bikar) - 0 mörk (1 stoðsending)
5-1 sigur á Osasuna - 4 mörk
4-2 sigur á Malaga (bikar) - 1 mark
2-3 tap fyrir Real Sociedad - 1 mark
2-2 jafntefli við Malaga (bikar) - 1 mark
3-1 sigur á Malaga - 1 mark (2 stoðsendingar)
4-0 sigur á Espanyol - 1 mark (1 stoðsending)
Desember
3-1 sigur á Real Valladolid - 1 mark
4-1 sigur á Atlético Madrid - 2 mörk
2-0 sigur á Córdoba (bikar) - 2 mörk
2-1 sigur á Real Betis - 2 mörk
0-0 markalaust jafntefli við Benfica* - 0 mörk
5-1 sigur á Athletic Bilbao - 2 mörk
Nóvember
4-0 sigur á Levante - 2 mörk
2-1 sigur á Spartak Moskvu - 2 mörk (1 stoðsending)
3-1 sigur á Real Zaragozza - 2 mörk (1 stoðsending)
4-2 sigur á Mallorca - 2 mörk
1-2 tap fyrir Celtic - 1 mark
3-1 sigur á Celta de Vigo - 0 mörk
* Kom inn á sem varamaður
Fótbolti