Bóndi verður bíóstjarna Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 23. júlí 2013 22:00 Gestastofan blasir hér við aftan við repjuakur í blóma. Rúmlega hundrað þúsund manns hafa heimsótt á gestastofu fjölskyldunnar á Þorvaldseyri undir Eyjafjallajökli. Þar er sýnd heimildarmynd um fjölskylduna. Gestir segja bóndann um kvikmyndastjörnu og biðja um eiginhandaráritun hans. „Það er mér til efs að margar íslenskar myndir hafi fengið annað eins áhorf á tveimur árum," segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjallajökli. Hundraðþúsundasti gesturinn kom á gestastofu fjölskyldunnar fyrir helgi. Þar ber að líta heimildarmynd sem Ólafur gerði í samvinnu við Svein Sveinsson hjá Plús film og fjallar um raunir fjölskyldunnar í samneytinu við dyntótta náttúruna á eldfjallaslóð. Hann renndi ekki grun í að líf fjölskyldunnar ætti eftir að taka slíkum breytingum þegar þau ákváðu að setja upp gestastofu við þjóðveginn fyrir tveimur árum. Eiginkonan, Guðný Valberg og dæturnar Inga Júlía og Þuríður Vala, hafa vart undan við að sinna gestum. „Það komu hérna 720 gestir um daginn, það var svolítið strembið," segir Ólafur. Til samanburðar má geta þess að rúmlega 111 þúsund manns sáu íslenskar bíómyndir í kvikmyndahúsum árið 2010. Allt stefnir í að í ár komi um 60 þúsund manns í Gestastofuna en það sem af er ári hafa um 40 þúsund komið þar við. Hvert safn gæti unað vel við slíkan fjölda en til samanburðar má geta þess að um 20 þúsund komu á Síldarminjasafnið allt árið 2011 og 37 þúsund allt árið 2012 á Listasafn Reykjanesbæjar. Ólafur reynir sjálfur að hlaupa undir bagga með konu og dætrum á Gestastofunni þó sjálfur hafi hann í mörg horn að líta því hann er bæði korn- og kúabóndi ásamt fleiru. Hann hefur ekki farið varhluta af frægðarsólinni sem þessu umstangi fylgir og játar með semingi að oft sé hann beðinn um eiginhandaráritun af gestum sem nýlokið hafa við að sjá heimildamyndina. „Stundum veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé nóg um. En vissulega erum við ánægð að geta frætt ferðamenn um það hvernig það er að búa og lifa í samneyti við íslenska náttúru og jafnvel lagt góðar minningar í farteskið sem ferðamennirnir taka með sér heim." Gestirnir hafa tekið undir þá skýringu bóndans að þörf sé á svona stað. „Þeir hafa sagt sem svo að gosið hérna hafi verið heimsatburður svo vissulega sé nauðsynlegt að þeir sem upplifðu deili þeirri reynslu," segir bóndinn og bíóstjarnan. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira
Rúmlega hundrað þúsund manns hafa heimsótt á gestastofu fjölskyldunnar á Þorvaldseyri undir Eyjafjallajökli. Þar er sýnd heimildarmynd um fjölskylduna. Gestir segja bóndann um kvikmyndastjörnu og biðja um eiginhandaráritun hans. „Það er mér til efs að margar íslenskar myndir hafi fengið annað eins áhorf á tveimur árum," segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjallajökli. Hundraðþúsundasti gesturinn kom á gestastofu fjölskyldunnar fyrir helgi. Þar ber að líta heimildarmynd sem Ólafur gerði í samvinnu við Svein Sveinsson hjá Plús film og fjallar um raunir fjölskyldunnar í samneytinu við dyntótta náttúruna á eldfjallaslóð. Hann renndi ekki grun í að líf fjölskyldunnar ætti eftir að taka slíkum breytingum þegar þau ákváðu að setja upp gestastofu við þjóðveginn fyrir tveimur árum. Eiginkonan, Guðný Valberg og dæturnar Inga Júlía og Þuríður Vala, hafa vart undan við að sinna gestum. „Það komu hérna 720 gestir um daginn, það var svolítið strembið," segir Ólafur. Til samanburðar má geta þess að rúmlega 111 þúsund manns sáu íslenskar bíómyndir í kvikmyndahúsum árið 2010. Allt stefnir í að í ár komi um 60 þúsund manns í Gestastofuna en það sem af er ári hafa um 40 þúsund komið þar við. Hvert safn gæti unað vel við slíkan fjölda en til samanburðar má geta þess að um 20 þúsund komu á Síldarminjasafnið allt árið 2011 og 37 þúsund allt árið 2012 á Listasafn Reykjanesbæjar. Ólafur reynir sjálfur að hlaupa undir bagga með konu og dætrum á Gestastofunni þó sjálfur hafi hann í mörg horn að líta því hann er bæði korn- og kúabóndi ásamt fleiru. Hann hefur ekki farið varhluta af frægðarsólinni sem þessu umstangi fylgir og játar með semingi að oft sé hann beðinn um eiginhandaráritun af gestum sem nýlokið hafa við að sjá heimildamyndina. „Stundum veltir maður því fyrir sér hvort ekki sé nóg um. En vissulega erum við ánægð að geta frætt ferðamenn um það hvernig það er að búa og lifa í samneyti við íslenska náttúru og jafnvel lagt góðar minningar í farteskið sem ferðamennirnir taka með sér heim." Gestirnir hafa tekið undir þá skýringu bóndans að þörf sé á svona stað. „Þeir hafa sagt sem svo að gosið hérna hafi verið heimsatburður svo vissulega sé nauðsynlegt að þeir sem upplifðu deili þeirri reynslu," segir bóndinn og bíóstjarnan.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira