Finnur Orri: Hlustaði ekki á þá sem sögðu að ég gæti ekki skorað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2013 16:30 Finnur Orri Margeirsson. Mynd/Arnþór Finnur Orri Margeirsson skoraði langþráð mark í 1-0 sigri Blika á Akotbe í leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær en það dugði ekki til því Blikar féllu út í vítakeppni. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið ákveðinn léttir að ná loksins að skora. Þetta var orðið tímabært og ágætis leikur til þess að brjóta ísinn," segir Finnur Orri í samtali við Vísi en það mátti heyra að kappinn var eins og félagar hans í Breiðabliki enn að jafna sig eftir sárgrætilegt úrslit í Laugardalnum í gær. Finnur Orri var búinn leika 139 keppnisleiki með Blikum án þess að ná að skora (110 deildarleikir, 18 bikarleikir og 11 Evrópuleikir) „Það var skelfilegt að þetta skyldi ekki duga og það skyggir mikið á þetta mark. Það skiptir meira máli að komast áfram en hver skorar þessi mörk. Við vorum alveg grátlega nálægt því," sagði Finnur Orri. „Það voru nokkrir farnir að gauka því að mér að ég gæti hreinlega ekki skorað. Ef maður hlustar á alla þá yrði maður fljótt bilaður," segir Finnur í léttum tón og hann er bjartsýnn á framhaldið hjá Breiðabliki í Pepsi-deildinni. „Það verður fínt að taka deildina með trompi það sem eftir er. Evrópukeppnin gefur okkur mikla vitneskju um það hversu vel við getum spilað. Það er sú frammistaða sem við þurfum að miða við," segir Finnur Orri að lokum. Hægt er að sjá umfjöllun um mark Finns Orra í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag en það er tengill á þá frétt hér fyrir neðan. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Langþráð mark Finns Orra dugði ekki til | Myndband Blikar féllu úr leik í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Aktobe frá Kasakstan. Úrslitin réðust í dramatískri vítaspyrnukeppni. 9. ágúst 2013 08:55 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson skoraði langþráð mark í 1-0 sigri Blika á Akotbe í leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær en það dugði ekki til því Blikar féllu út í vítakeppni. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið ákveðinn léttir að ná loksins að skora. Þetta var orðið tímabært og ágætis leikur til þess að brjóta ísinn," segir Finnur Orri í samtali við Vísi en það mátti heyra að kappinn var eins og félagar hans í Breiðabliki enn að jafna sig eftir sárgrætilegt úrslit í Laugardalnum í gær. Finnur Orri var búinn leika 139 keppnisleiki með Blikum án þess að ná að skora (110 deildarleikir, 18 bikarleikir og 11 Evrópuleikir) „Það var skelfilegt að þetta skyldi ekki duga og það skyggir mikið á þetta mark. Það skiptir meira máli að komast áfram en hver skorar þessi mörk. Við vorum alveg grátlega nálægt því," sagði Finnur Orri. „Það voru nokkrir farnir að gauka því að mér að ég gæti hreinlega ekki skorað. Ef maður hlustar á alla þá yrði maður fljótt bilaður," segir Finnur í léttum tón og hann er bjartsýnn á framhaldið hjá Breiðabliki í Pepsi-deildinni. „Það verður fínt að taka deildina með trompi það sem eftir er. Evrópukeppnin gefur okkur mikla vitneskju um það hversu vel við getum spilað. Það er sú frammistaða sem við þurfum að miða við," segir Finnur Orri að lokum. Hægt er að sjá umfjöllun um mark Finns Orra í frétt sem birtist á Vísi fyrr í dag en það er tengill á þá frétt hér fyrir neðan.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Langþráð mark Finns Orra dugði ekki til | Myndband Blikar féllu úr leik í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Aktobe frá Kasakstan. Úrslitin réðust í dramatískri vítaspyrnukeppni. 9. ágúst 2013 08:55 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Langþráð mark Finns Orra dugði ekki til | Myndband Blikar féllu úr leik í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Aktobe frá Kasakstan. Úrslitin réðust í dramatískri vítaspyrnukeppni. 9. ágúst 2013 08:55