Boðað til mótmæla vegna komu Franklins Graham Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. ágúst 2013 19:13 Skopmynd af predikaranum má finna á vefsíðu mótmælanna, en á henni má sjá hann halda á regnbogafánanum víðfræga. samsett mynd Boðað hefur verið til mótmæla vegna komu predikarans umdeilda Franklins Graham á Hátíð vonar í Laugardalshöll í september. Bera mótmælin yfirskriftina „Gleði- og samstöðuhátíð“ og vill forsvarsmaður þeirra koma þeim skilaboðum áleiðis að hentugri einstakling hefði mátt finna til að koma fram á hátíðinni. Graham er, eins og áður hefur verið greint frá, þekktur fyrir skoðanir sínar á samkynhneigð og öðrum trúarbrögðum en hans eigin og mótmæltu fjölmargir komu hans með því að taka frá miða á samkomuna án þess að ætla að mæta á hana. Davíð Brynjar Sigurjónsson, skipuleggjandi mótmælanna, vill þó taka það fram að ekki sé verið að mótmæla hátíðinni sjálfri heldur eingöngu komu predikarans. Hann telur aðkomu Graham að hátíðinni ekki í takt við boðskapinn. „Það sem sagt er að hátíðin standi fyrir er að boða orð Guðs og skilyrðislausan kærleika hans til allra manna og það er alls ekki það sem Graham hefur verið að predika. Því skil ég ekki hvers vegna hann er fenginn til að koma fram,“ segir Davíð sem aðspurður segist þó ekki vera trúaður. Hann var meðal þeirra sem mótmæltu með því að taka frá miða, en allir pantaðir miðar voru ógiltir í vikunni vegna „misnotkunar ýmissa aðila á miðasölu hátíðarinnar“. Hann segist þó aðeins hafa tekið frá einn miða. Davíð segir að um friðsamleg mótmæli sé að ræða og segir tilvalið að mæta á staðinn, til dæmis í „Gay-pride gallanum“. „Þetta snýst mest um nærveruna og að láta vita af sér,“ segir Davíð. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Boðað hefur verið til mótmæla vegna komu predikarans umdeilda Franklins Graham á Hátíð vonar í Laugardalshöll í september. Bera mótmælin yfirskriftina „Gleði- og samstöðuhátíð“ og vill forsvarsmaður þeirra koma þeim skilaboðum áleiðis að hentugri einstakling hefði mátt finna til að koma fram á hátíðinni. Graham er, eins og áður hefur verið greint frá, þekktur fyrir skoðanir sínar á samkynhneigð og öðrum trúarbrögðum en hans eigin og mótmæltu fjölmargir komu hans með því að taka frá miða á samkomuna án þess að ætla að mæta á hana. Davíð Brynjar Sigurjónsson, skipuleggjandi mótmælanna, vill þó taka það fram að ekki sé verið að mótmæla hátíðinni sjálfri heldur eingöngu komu predikarans. Hann telur aðkomu Graham að hátíðinni ekki í takt við boðskapinn. „Það sem sagt er að hátíðin standi fyrir er að boða orð Guðs og skilyrðislausan kærleika hans til allra manna og það er alls ekki það sem Graham hefur verið að predika. Því skil ég ekki hvers vegna hann er fenginn til að koma fram,“ segir Davíð sem aðspurður segist þó ekki vera trúaður. Hann var meðal þeirra sem mótmæltu með því að taka frá miða, en allir pantaðir miðar voru ógiltir í vikunni vegna „misnotkunar ýmissa aðila á miðasölu hátíðarinnar“. Hann segist þó aðeins hafa tekið frá einn miða. Davíð segir að um friðsamleg mótmæli sé að ræða og segir tilvalið að mæta á staðinn, til dæmis í „Gay-pride gallanum“. „Þetta snýst mest um nærveruna og að láta vita af sér,“ segir Davíð.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira