Japanska ríkið fjármagnar ísvegg við Fukushima Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. september 2013 11:45 Kjarnorkuverið í Fukushima. Aftarlega á myndinni sjást geymslutankarnir, sem sumir leka. Mynd/AP Japönsk stjórnvöld tilkynntu í morgun að þau muni verja 470 milljörðum króna til að reisa eins konar ísmúr neðanjarðar milli kjarnorkuversins í Fukushima og hafsins, til að koma í veg fyrir að geislamengað vatn geti lekið út í sjó. „Í staðinn fyrir að láta TEPCO þetta eftir, þá grípur stjórnin nú inn í og tekur málið í sínar hendur,” sagði Shinzo Abe forsætisráðherra á blaðamannafundi. „Umheimurinn fylgist með því hvort okkur tekst almennilega til við að halda mengaða vatninu í skefjum, en líka hvernig tekst til við að loka öllu kjarnorkuverinu endanlega,” segir Abe. TEPCO er orkufyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, en verið eyðilagðist í náttúruhamförunum í mars árið 2011. Mikið magn af geislamenguðu vatni hefur safnast fyrir í verinu og jarðveginum í kring, bæði frá því vatni var dælt á verið til að kæla það niður og einnig vegna þess að grunnvatn heldur áfram að streyma til versins og áfram í átt til hafs. Meira en þúsund geymslutankar hafa verið reistir við verið til að halda vatninu í skefjum, en á hverjum degi bætast um 400 tonn af vatni við. Sumir þessara tanka hafa lekið, en ríkið hefur engin áform um að hjálpa TEPCO við að reisa fleiri tanka eða tryggja öryggi þeirra betur. Ísmúr af því tagi, sem ríkið ætlar nú að reisa neðanjarðar, hefur verið notaður í nokkur ár í Bandaríkjunum til að einangra kjarnorkuúrgang frá Oak Ridge tilraunastöðinni í Texas, en þar var um hríð framleitt plúton. Ýmsir sérfræðingar hafa efasemdir um þessa tækni og benda meðal annars á að rekstrarkostnaður verði hár og íþyngjandi. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Japönsk stjórnvöld tilkynntu í morgun að þau muni verja 470 milljörðum króna til að reisa eins konar ísmúr neðanjarðar milli kjarnorkuversins í Fukushima og hafsins, til að koma í veg fyrir að geislamengað vatn geti lekið út í sjó. „Í staðinn fyrir að láta TEPCO þetta eftir, þá grípur stjórnin nú inn í og tekur málið í sínar hendur,” sagði Shinzo Abe forsætisráðherra á blaðamannafundi. „Umheimurinn fylgist með því hvort okkur tekst almennilega til við að halda mengaða vatninu í skefjum, en líka hvernig tekst til við að loka öllu kjarnorkuverinu endanlega,” segir Abe. TEPCO er orkufyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið í Fukushima, en verið eyðilagðist í náttúruhamförunum í mars árið 2011. Mikið magn af geislamenguðu vatni hefur safnast fyrir í verinu og jarðveginum í kring, bæði frá því vatni var dælt á verið til að kæla það niður og einnig vegna þess að grunnvatn heldur áfram að streyma til versins og áfram í átt til hafs. Meira en þúsund geymslutankar hafa verið reistir við verið til að halda vatninu í skefjum, en á hverjum degi bætast um 400 tonn af vatni við. Sumir þessara tanka hafa lekið, en ríkið hefur engin áform um að hjálpa TEPCO við að reisa fleiri tanka eða tryggja öryggi þeirra betur. Ísmúr af því tagi, sem ríkið ætlar nú að reisa neðanjarðar, hefur verið notaður í nokkur ár í Bandaríkjunum til að einangra kjarnorkuúrgang frá Oak Ridge tilraunastöðinni í Texas, en þar var um hríð framleitt plúton. Ýmsir sérfræðingar hafa efasemdir um þessa tækni og benda meðal annars á að rekstrarkostnaður verði hár og íþyngjandi.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira