Körfubolti

Haukur Helgi og félagar unnu toppslaginn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND/ANTON
Breogan Lugo lagði Ford Burgos 72-63 í næst efstu deild spænska körfuboltans í dag. Haukur Helgi Pálsson stóð að venju fyrir sínu í liði Breogan sem hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum í deildinni.

Bæði lið höfðu bara tapað einum leik fyrir leik dagsins á heimavelli Breogan en heimamenn náðu góðu forskoti strax í fyrsta leikhluta sem liðið lét ekki af hendi og skilaði liðinu góðum sigri.

Haukur Helgi lék 14 og hálfa mínútu og skoraði 9 stig úr tveim af fimm skotum utan af velli auk þess að setja öll fimm vítin sín niður.

Haukur Helgi var mjög ákveðinn í leiknum og fiskaði sex villur á andstæðinga sína. Hann tók tvö fráköst, stal einum bolta og varði eitt skot.

Breogan er eitt þriggja liða sem unnið hefur fjóra af fimm leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×