Kynferðisbrotið á Ísafirði: "Erfitt að hugsa til þess að svona menn gangi lausir" Hrund Þórsdóttir skrifar 15. desember 2013 20:00 Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm mönnum sem handteknir voru á Ísafirði í gærmorgun, grunaðir um kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku í bænum. Þeir ganga því lausir. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum enda getur lögreglan aðeins haldið fólki í sólarhring án gæsluvarðhaldskröfu. Mennirnir ganga því lausir en tveir hafa ennþá réttarstöðu sakborninga og hafa verið úrskurðaðir í farbann til sautjánda febrúar. Ung kona var flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eftir að tilkynnt var um brotið en var útskrifuð þaðan í gær. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stúlkan íslensk og um tvítugt. Lögreglan verst allra frétta og mjög erfitt hefur verið að nálgast upplýsingar um málið, en eftir því sem við komumst næst voru mennirnir stöðvaðir í miðjum klíðum við brot sitt þegar vinkona konunnar kom á vettvang. Harpa Oddbjörnsdóttir, starfskona Sólstafa, sem eru eins konar systursamtök Stígamóta á Ísafirði, segir árásina mikið áfall. „Þetta er rosalegt brot, eins og öll brot en þetta er áfall, fólk er í áfalli hérna,“ segir Harpa. Hún segir tíðindi dagsins setja óhug að bæjarbúum. „Það er náttúrlega alltaf erfitt að hugsa til þess að svona menn gangi lausir. Ég veit að tveir þeirra hafa verið settir í farbann en þeir eru allir lausir úr gæsluvarðhaldi og það er auðvitað óþægileg tilhugsun að vita af þeim hérna í bænum.“ Hún segir hug bæjarbúa hjá konunni sem brotið hafi verið gegn. Hún veit ekki til þess að haft hafi verið samband við Sólstafi vegna málsins. „En ég vona að það komist til hennar einhvern veginn að ég held að allir bæjarbúar séu að hugsa til hennar. Að það sé fólk sem standi á bakvið hana.“ Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm mönnum sem handteknir voru á Ísafirði í gærmorgun, grunaðir um kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku í bænum. Þeir ganga því lausir. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum enda getur lögreglan aðeins haldið fólki í sólarhring án gæsluvarðhaldskröfu. Mennirnir ganga því lausir en tveir hafa ennþá réttarstöðu sakborninga og hafa verið úrskurðaðir í farbann til sautjánda febrúar. Ung kona var flutt til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eftir að tilkynnt var um brotið en var útskrifuð þaðan í gær. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er stúlkan íslensk og um tvítugt. Lögreglan verst allra frétta og mjög erfitt hefur verið að nálgast upplýsingar um málið, en eftir því sem við komumst næst voru mennirnir stöðvaðir í miðjum klíðum við brot sitt þegar vinkona konunnar kom á vettvang. Harpa Oddbjörnsdóttir, starfskona Sólstafa, sem eru eins konar systursamtök Stígamóta á Ísafirði, segir árásina mikið áfall. „Þetta er rosalegt brot, eins og öll brot en þetta er áfall, fólk er í áfalli hérna,“ segir Harpa. Hún segir tíðindi dagsins setja óhug að bæjarbúum. „Það er náttúrlega alltaf erfitt að hugsa til þess að svona menn gangi lausir. Ég veit að tveir þeirra hafa verið settir í farbann en þeir eru allir lausir úr gæsluvarðhaldi og það er auðvitað óþægileg tilhugsun að vita af þeim hérna í bænum.“ Hún segir hug bæjarbúa hjá konunni sem brotið hafi verið gegn. Hún veit ekki til þess að haft hafi verið samband við Sólstafi vegna málsins. „En ég vona að það komist til hennar einhvern veginn að ég held að allir bæjarbúar séu að hugsa til hennar. Að það sé fólk sem standi á bakvið hana.“
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira