Innlent

Stór högl á Suðurlandi

Gissur Sigurðsson skrifar
Íbúar á Suðurlandi ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar haglél tók að falla.

Haglél er svosem ekki fréttnæmt en í gær var það stærðin á höglunum sem vakti athygli og furðu.

Fréttastofa fékk meðfylgjandi myndir sendar frá Ísólfi Gylfa Pálmasyni, sveitarstjóra í Rangárþingi Eystra. Á þeim sést glöggt sjá hve stór höglin voru.

Haglélinu fylgdu síðan miklar þrumur og eldingar eins og áður hefur verið greint frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×