Draumurinn úti - Júlli var borinn út í dag 28. janúar 2013 17:25 „Þeir eru að bera mig út úr mínu eigin húsnæði, ég á þetta skuldlaust," sagði Júlíus Þorbergsson, kenndur við búð sína, Drauminn, en Júlli var borinn út úr draumnum síðdegis í dag. Lögreglan þurfti meðal annars að brjóta sér leið í gegnum aðalhurðina á meðan Júlíus fylgdist með. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það fyrir skömmu að bera skyldi Júlíus út úr verslunarhúsnæði Draumsins við Rauðarárstíg og íbúð í sama húsi eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir um tveimur vikum síðan. Saga Draumsins er því á enda, að minnsta kosti á þessum stað þar sem verslunin hefur verið rekin í nærri aldarfjórðung við mismikinn fögnuð íbúa í nágrenninu.Júlíus fylgist með aðgerðum lögreglunnar.Eignirnar tvær, sem skráðar eru á Draum ehf., voru settar að veði fyrir láni sem sonur Júlíusar tók. Lánið fór í vanskil og í hönd fór langt og strangt innheimtuferli sem reyndist árangurslaust. Í október síðastliðnum voru eignirnar því að lokum seldar á nauðungaruppboði. Júlíus hefur hins vegar harðneitað að fara. Og í samtali við Vísi heldur hann því enn fram að hann hafi verið borinn út með ólöglegum hætti. „Þetta er bara þjófnaður. Það var vitlaust málsnúmer á skjalinu," sagði Júlíus. „Það er verið að bera mig út ólöglega," bætti hann svo við.Júlíus Þorbergsson, ekki lengur í draumnum.Hæstiréttur staðfesti í lok september eins árs fangelsisdóm yfir Júlíusi fyrir að selja lyfseðilsskyld lyf út úr Draumnum. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Júlíus ekki vera búinn að sitja af sér neinn hluta dómsins. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður," sagði hann. Þegar lögregla gerði húsleit vegna þess máls í júní 2010 var Draumurinn innsiglaður. Lögregla taldi sig ekki geta haldið versluninni lokaðri eftir útgáfu ákæru og um áramótin 2011 og 2012 opnaði Júlíus hana á nýjan leik, einungis um mánuði áður en hann hlaut dóminn. Núna, ári síðar, er ljóst að Draumurinn sé á enda. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
„Þeir eru að bera mig út úr mínu eigin húsnæði, ég á þetta skuldlaust," sagði Júlíus Þorbergsson, kenndur við búð sína, Drauminn, en Júlli var borinn út úr draumnum síðdegis í dag. Lögreglan þurfti meðal annars að brjóta sér leið í gegnum aðalhurðina á meðan Júlíus fylgdist með. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það fyrir skömmu að bera skyldi Júlíus út úr verslunarhúsnæði Draumsins við Rauðarárstíg og íbúð í sama húsi eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir um tveimur vikum síðan. Saga Draumsins er því á enda, að minnsta kosti á þessum stað þar sem verslunin hefur verið rekin í nærri aldarfjórðung við mismikinn fögnuð íbúa í nágrenninu.Júlíus fylgist með aðgerðum lögreglunnar.Eignirnar tvær, sem skráðar eru á Draum ehf., voru settar að veði fyrir láni sem sonur Júlíusar tók. Lánið fór í vanskil og í hönd fór langt og strangt innheimtuferli sem reyndist árangurslaust. Í október síðastliðnum voru eignirnar því að lokum seldar á nauðungaruppboði. Júlíus hefur hins vegar harðneitað að fara. Og í samtali við Vísi heldur hann því enn fram að hann hafi verið borinn út með ólöglegum hætti. „Þetta er bara þjófnaður. Það var vitlaust málsnúmer á skjalinu," sagði Júlíus. „Það er verið að bera mig út ólöglega," bætti hann svo við.Júlíus Þorbergsson, ekki lengur í draumnum.Hæstiréttur staðfesti í lok september eins árs fangelsisdóm yfir Júlíusi fyrir að selja lyfseðilsskyld lyf út úr Draumnum. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Júlíus ekki vera búinn að sitja af sér neinn hluta dómsins. „Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður," sagði hann. Þegar lögregla gerði húsleit vegna þess máls í júní 2010 var Draumurinn innsiglaður. Lögregla taldi sig ekki geta haldið versluninni lokaðri eftir útgáfu ákæru og um áramótin 2011 og 2012 opnaði Júlíus hana á nýjan leik, einungis um mánuði áður en hann hlaut dóminn. Núna, ári síðar, er ljóst að Draumurinn sé á enda.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira