Erlent

Grænlendingar veiða 221 hval

ÞJ skrifar
Heimastjórnin í Grænlandi hefur ákveðið að leyfa veiðar á 221 hval á þessu ári, þar af 190 hrefnum, nítján langreyðum, tíu hnúfubökum og tveimur norðhvölum. Þetta er tíu hvölum meira en á síðasta ári og gengur gegn ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því í sumar. Frá þessu segir í dönskum miðlum.

Meirihluti ráðsins hafnaði tillögu Grænlands um kvótaaukningu, meðal annars þar sem hvalkjöt er selt í verslunum og veitingahúsum þar í landi, og því ekki lengur um að ræða veiðar til sjálfsþurftar. Ekki náðist samkomulag og Grænlendingar hafa því ákvarðað kvótann einhliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×