Bújarðir og minjar í hættu við Lagarfljót Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. mars 2013 06:00 Trjágróður fellur ofan í Lagarfljót með bakkanum sem brotnað hefur austan við ána, til móts við flugvöllinn á Egilsstöðum. Aðsend mynd. Mynd/Úr einkasafni. „Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna," segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir.„Hækkun á grunnvatnsstöðu við Lagarfljótsbrú við Fellabæ og við Hól í Hjaltastaðaþinghá eykur rof á viðkvæmum árbökkum. Áhrifa af breyttri grunnvatnsstöðu gætir víða og eru bújarðir og náttúruminjasvæði sem liggja undir skemmdum sérstakt áhyggjuefni," segir í bókun bæjarstjórnar sem vill að Landsvirkjun grípi til mótvægisaðgerða. Gunnar segir náttúruminjasvæðin sem vísað er til vera hólma og víðibakka norðan Lagarfljótsbrúar. „Þar sér mikið á fjölbreyttri og mjög fallegri fuglaparadís. Mér sárnar mjög að sjá þetta," segir Gunnar, sem sjálfur á jörðina Egilsstaði I sem hólmarnir tilheyra. Rof á bökkum er talið vera talsvert eða mikið á um 50 kílómetrum af bökkum við Lagarfljót. „Það er til dæmis í landi Hóls og Húseyjar niður við Héraðsflóa," segir Gunnar. Til þess að draga úr rofinu ofan Lagarfljótsvirkjunar segir Gunnar að víkka þurfi árfarveginn frá Lagarfljótsbrú og langleiðina út að Lagarfossi.„Þetta vatnsmagn kemst ekki út að fossi nógu auðveldlega. Þáverandi umhverfisráðherra stoppaði á síðustu metrunum að farvegurinn yrði breikkaður því hún taldi of mikið rask af uppgreftrinum," segir Gunnar. Þá þurfi að verja árbakka sem mest sjái á með grjóti eða öðru. Gunnar segir ýjað að því í áðurnefndri skýrslu að hið aukna vatnsmagn stafi af náttúrulegum völdum en bendir á að orkuframleiðslan í Fljótdalsstöð sé meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og vatnsrennsli þar í gegn einfaldlega meira sem því nemi.„Lagarfljótið er gjörbreytt vatnsfall. Það liggur hærra á veturna, straumurinn er meiri og vatnið sem kemur úr virkjuninni er heitara. Fyrir vikið frýs Lagarfljót nánast aldrei á veturna eins og var regla áður. Þá eru norðanáttir ríkjandi og aldan hamast og ólmast á bökkunum og rífur þá niður," segir Gunnar Jónsson. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
„Landsvirkjun hefur aldrei viljað koma almennilega að þessu máli en það er kannski að breytast núna," segir Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, um áhyggjur heimamanna af landbroti við Lagarfljót. Gunnar segir að í skýrslu um vatnsstöðuna í Lagarfljóti komi fram að vatnsmagnið sé töluvert meira en öll reiknilíkön vegna Kárahnúkavirkjunar gerðu ráð fyrir.„Hækkun á grunnvatnsstöðu við Lagarfljótsbrú við Fellabæ og við Hól í Hjaltastaðaþinghá eykur rof á viðkvæmum árbökkum. Áhrifa af breyttri grunnvatnsstöðu gætir víða og eru bújarðir og náttúruminjasvæði sem liggja undir skemmdum sérstakt áhyggjuefni," segir í bókun bæjarstjórnar sem vill að Landsvirkjun grípi til mótvægisaðgerða. Gunnar segir náttúruminjasvæðin sem vísað er til vera hólma og víðibakka norðan Lagarfljótsbrúar. „Þar sér mikið á fjölbreyttri og mjög fallegri fuglaparadís. Mér sárnar mjög að sjá þetta," segir Gunnar, sem sjálfur á jörðina Egilsstaði I sem hólmarnir tilheyra. Rof á bökkum er talið vera talsvert eða mikið á um 50 kílómetrum af bökkum við Lagarfljót. „Það er til dæmis í landi Hóls og Húseyjar niður við Héraðsflóa," segir Gunnar. Til þess að draga úr rofinu ofan Lagarfljótsvirkjunar segir Gunnar að víkka þurfi árfarveginn frá Lagarfljótsbrú og langleiðina út að Lagarfossi.„Þetta vatnsmagn kemst ekki út að fossi nógu auðveldlega. Þáverandi umhverfisráðherra stoppaði á síðustu metrunum að farvegurinn yrði breikkaður því hún taldi of mikið rask af uppgreftrinum," segir Gunnar. Þá þurfi að verja árbakka sem mest sjái á með grjóti eða öðru. Gunnar segir ýjað að því í áðurnefndri skýrslu að hið aukna vatnsmagn stafi af náttúrulegum völdum en bendir á að orkuframleiðslan í Fljótdalsstöð sé meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og vatnsrennsli þar í gegn einfaldlega meira sem því nemi.„Lagarfljótið er gjörbreytt vatnsfall. Það liggur hærra á veturna, straumurinn er meiri og vatnið sem kemur úr virkjuninni er heitara. Fyrir vikið frýs Lagarfljót nánast aldrei á veturna eins og var regla áður. Þá eru norðanáttir ríkjandi og aldan hamast og ólmast á bökkunum og rífur þá niður," segir Gunnar Jónsson.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira