Nýtt aðalskipulag samþykkt í Reykjavík Eva Bjarnadóttir skrifar 27. nóvember 2013 11:00 Ný stefna í skipulagi ReykjavíkurMynd/Vilhelm Tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi eftir langan fund. Fulltrúar allra flokka, 12 af 15, studdu málið. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í málinu, þar sem borgarfulltrúarnir Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir studdu tillöguna en hinir ekki.Hildur Sverrisdóttir„Ég er sammála áherslum aðalskipulagsins um forgangsatriðin í þróun borgarinnar næstu árin," segir Hildur Sverrisdóttir. Um ólíkar skoðanir innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir hún það staðfesta að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylkingarflokkur þar sem rúmist mismunandi áherslur. Hildur segir aðalkost skipulagsins vera áhersluna á að skapa nýja valkosti, annars vegar með góðri þéttri byggð og hins vegar góðum úthverfum, svo fólk geti valið hvernig það vill búa. „Þétting byggðar er þó vandmeðfarin, því það verður að passa upp á hagsmuni núverandi íbúa, eins og segir í tillögunni sem ég flutti fyrir hönd okkar í dag." Tillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt samhljóða, en þar sagði að gæta þyrfti að bílastæða- og grunnþjónusturéttindum þeirra sem fyrir eru í eldri hverfunum.Dagur B. EggertssonKynning á nýju aðalskipulagi borgarinnar hófst í mars á síðasta ári með kynningarfundum í hverfum borgarinnar. Um 200 athugasemdir bárust frá almenningi um alls 250 atriði í skipulaginu, þar af var um þriðjungur um flugvöllinn í Vatnsmýri. Stærsta breytingin sem gerð var á tillögunni er seinkun á lokun suður-norður flugbrautar Reykjavíkurflugvallar um sex ár. Uppbygging byggðar í Vatnsmýri hefði annars hafist árið 2016, en mun nú tefjast. Þess í stað hefst undirbúningur byggðar í Elliðaárvogi, Skeifunni og við Köllunarklett við Sundahöfn fyrr en áætlað var. Skýrt markmið nýja skipulagsins er þétting byggðar. Í greinargerð segir að þétting byggðar sé þjóðhagslega hagkvæm og hafi jákvæð áhrif á rekstur og fjárfestingar sveitarfélaga. Þá sé það umhverfisvæn skipulagsstefna. Aðspurður hvers borgarbúar megi vænta segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi: „Það er mikil áhersla á umhverfismál, jöfnuð, og félagslega blöndun svo borgin verði fyrir alla alls staðar, en ekki ríka á einum stað og fátæka á öðrum. Þetta er borgarskipulag, þar sem stefnt er að lífsgæðum eins og þau gerast best í borgum." Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Ný stefna í skipulagi ReykjavíkurMynd/Vilhelm Tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi eftir langan fund. Fulltrúar allra flokka, 12 af 15, studdu málið. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í málinu, þar sem borgarfulltrúarnir Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir studdu tillöguna en hinir ekki.Hildur Sverrisdóttir„Ég er sammála áherslum aðalskipulagsins um forgangsatriðin í þróun borgarinnar næstu árin," segir Hildur Sverrisdóttir. Um ólíkar skoðanir innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir hún það staðfesta að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylkingarflokkur þar sem rúmist mismunandi áherslur. Hildur segir aðalkost skipulagsins vera áhersluna á að skapa nýja valkosti, annars vegar með góðri þéttri byggð og hins vegar góðum úthverfum, svo fólk geti valið hvernig það vill búa. „Þétting byggðar er þó vandmeðfarin, því það verður að passa upp á hagsmuni núverandi íbúa, eins og segir í tillögunni sem ég flutti fyrir hönd okkar í dag." Tillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt samhljóða, en þar sagði að gæta þyrfti að bílastæða- og grunnþjónusturéttindum þeirra sem fyrir eru í eldri hverfunum.Dagur B. EggertssonKynning á nýju aðalskipulagi borgarinnar hófst í mars á síðasta ári með kynningarfundum í hverfum borgarinnar. Um 200 athugasemdir bárust frá almenningi um alls 250 atriði í skipulaginu, þar af var um þriðjungur um flugvöllinn í Vatnsmýri. Stærsta breytingin sem gerð var á tillögunni er seinkun á lokun suður-norður flugbrautar Reykjavíkurflugvallar um sex ár. Uppbygging byggðar í Vatnsmýri hefði annars hafist árið 2016, en mun nú tefjast. Þess í stað hefst undirbúningur byggðar í Elliðaárvogi, Skeifunni og við Köllunarklett við Sundahöfn fyrr en áætlað var. Skýrt markmið nýja skipulagsins er þétting byggðar. Í greinargerð segir að þétting byggðar sé þjóðhagslega hagkvæm og hafi jákvæð áhrif á rekstur og fjárfestingar sveitarfélaga. Þá sé það umhverfisvæn skipulagsstefna. Aðspurður hvers borgarbúar megi vænta segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi: „Það er mikil áhersla á umhverfismál, jöfnuð, og félagslega blöndun svo borgin verði fyrir alla alls staðar, en ekki ríka á einum stað og fátæka á öðrum. Þetta er borgarskipulag, þar sem stefnt er að lífsgæðum eins og þau gerast best í borgum."
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira