Nýtt aðalskipulag samþykkt í Reykjavík Eva Bjarnadóttir skrifar 27. nóvember 2013 11:00 Ný stefna í skipulagi ReykjavíkurMynd/Vilhelm Tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi eftir langan fund. Fulltrúar allra flokka, 12 af 15, studdu málið. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í málinu, þar sem borgarfulltrúarnir Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir studdu tillöguna en hinir ekki.Hildur Sverrisdóttir„Ég er sammála áherslum aðalskipulagsins um forgangsatriðin í þróun borgarinnar næstu árin," segir Hildur Sverrisdóttir. Um ólíkar skoðanir innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir hún það staðfesta að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylkingarflokkur þar sem rúmist mismunandi áherslur. Hildur segir aðalkost skipulagsins vera áhersluna á að skapa nýja valkosti, annars vegar með góðri þéttri byggð og hins vegar góðum úthverfum, svo fólk geti valið hvernig það vill búa. „Þétting byggðar er þó vandmeðfarin, því það verður að passa upp á hagsmuni núverandi íbúa, eins og segir í tillögunni sem ég flutti fyrir hönd okkar í dag." Tillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt samhljóða, en þar sagði að gæta þyrfti að bílastæða- og grunnþjónusturéttindum þeirra sem fyrir eru í eldri hverfunum.Dagur B. EggertssonKynning á nýju aðalskipulagi borgarinnar hófst í mars á síðasta ári með kynningarfundum í hverfum borgarinnar. Um 200 athugasemdir bárust frá almenningi um alls 250 atriði í skipulaginu, þar af var um þriðjungur um flugvöllinn í Vatnsmýri. Stærsta breytingin sem gerð var á tillögunni er seinkun á lokun suður-norður flugbrautar Reykjavíkurflugvallar um sex ár. Uppbygging byggðar í Vatnsmýri hefði annars hafist árið 2016, en mun nú tefjast. Þess í stað hefst undirbúningur byggðar í Elliðaárvogi, Skeifunni og við Köllunarklett við Sundahöfn fyrr en áætlað var. Skýrt markmið nýja skipulagsins er þétting byggðar. Í greinargerð segir að þétting byggðar sé þjóðhagslega hagkvæm og hafi jákvæð áhrif á rekstur og fjárfestingar sveitarfélaga. Þá sé það umhverfisvæn skipulagsstefna. Aðspurður hvers borgarbúar megi vænta segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi: „Það er mikil áhersla á umhverfismál, jöfnuð, og félagslega blöndun svo borgin verði fyrir alla alls staðar, en ekki ríka á einum stað og fátæka á öðrum. Þetta er borgarskipulag, þar sem stefnt er að lífsgæðum eins og þau gerast best í borgum." Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Ný stefna í skipulagi ReykjavíkurMynd/Vilhelm Tillaga að aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi eftir langan fund. Fulltrúar allra flokka, 12 af 15, studdu málið. Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í málinu, þar sem borgarfulltrúarnir Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir studdu tillöguna en hinir ekki.Hildur Sverrisdóttir„Ég er sammála áherslum aðalskipulagsins um forgangsatriðin í þróun borgarinnar næstu árin," segir Hildur Sverrisdóttir. Um ólíkar skoðanir innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins segir hún það staðfesta að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylkingarflokkur þar sem rúmist mismunandi áherslur. Hildur segir aðalkost skipulagsins vera áhersluna á að skapa nýja valkosti, annars vegar með góðri þéttri byggð og hins vegar góðum úthverfum, svo fólk geti valið hvernig það vill búa. „Þétting byggðar er þó vandmeðfarin, því það verður að passa upp á hagsmuni núverandi íbúa, eins og segir í tillögunni sem ég flutti fyrir hönd okkar í dag." Tillaga Sjálfstæðismanna var samþykkt samhljóða, en þar sagði að gæta þyrfti að bílastæða- og grunnþjónusturéttindum þeirra sem fyrir eru í eldri hverfunum.Dagur B. EggertssonKynning á nýju aðalskipulagi borgarinnar hófst í mars á síðasta ári með kynningarfundum í hverfum borgarinnar. Um 200 athugasemdir bárust frá almenningi um alls 250 atriði í skipulaginu, þar af var um þriðjungur um flugvöllinn í Vatnsmýri. Stærsta breytingin sem gerð var á tillögunni er seinkun á lokun suður-norður flugbrautar Reykjavíkurflugvallar um sex ár. Uppbygging byggðar í Vatnsmýri hefði annars hafist árið 2016, en mun nú tefjast. Þess í stað hefst undirbúningur byggðar í Elliðaárvogi, Skeifunni og við Köllunarklett við Sundahöfn fyrr en áætlað var. Skýrt markmið nýja skipulagsins er þétting byggðar. Í greinargerð segir að þétting byggðar sé þjóðhagslega hagkvæm og hafi jákvæð áhrif á rekstur og fjárfestingar sveitarfélaga. Þá sé það umhverfisvæn skipulagsstefna. Aðspurður hvers borgarbúar megi vænta segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi: „Það er mikil áhersla á umhverfismál, jöfnuð, og félagslega blöndun svo borgin verði fyrir alla alls staðar, en ekki ríka á einum stað og fátæka á öðrum. Þetta er borgarskipulag, þar sem stefnt er að lífsgæðum eins og þau gerast best í borgum."
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira