78 ára skólabílstjóri fór í ökuhæfnispróf að eigin frumkvæði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2013 11:08 Sæmundur Sigmundsson bílstjóri og eigandi samnefnds rútufyrirtækis í Borgarnesi. Mynd/Skessuhorn Sæmundur Sigmundsson, skólabílstjóri á Vesturlandi, fór að eigin frumkvæði í ökuhæfnispróf í kjölfar gagnrýni við störf sín. Sæmundur stóðst prófið athugasemdalaust. „Það hefur verið hart sótt að mér undanfarna mánuði og hefur gagnrýni á störf mín og meint starfshæfni við skólaakstur ekki einvörðungu skaðað mig persónulega heldur ekki síður rekstur fyrirtækisins," segir Sæmundur í viðtali á Vesturlandsvefnum Skessuhorni. Sæmundur segist í viðtalinu afar ósáttur við ávirðingar starfsmanna Gunnskólans í Borgarnesi síðastliðið haust. Þá kom starfsfólk skólans skriflegri kvörtun um akstur Sæmundar á framfæri við sveitarstjórnar. „ Ég vísa því alfarið á bug að ég sé óhæfur til að aka hópferðabílum og geng reyndar svo langt að kalla þetta einelti í minn garð," segir Sæmundur. Hann viðurkennir að hann sé þó mannlegur eins og aðrir. „Mér hafa orðið á mistök, sem þó hafa aldrei leitt til stórslyss sem betur fer. Ég held hins vegar að enginn sé svo fullkominn að hann komist í gegnum lífið án þess að gera einhver mistök. Engu að síður fullvissa ég fólk um að daginn sem ég ekki verð lengur hæfur til að aka bíl, þá mun ég leggja inn ökuskírteinið og hætta akstri," segir Sæmundur sem hefur árlega farið í sjónmælingu frá því hann komst á áttræðisaldur. Þær hafa komið vel út og nú hefur hann fengið staðfestingu á ökuhæfni sinni í prófi hjá Frumherja. „Það gerði ég í síðustu viku og var útskrifaður án athugasemda eftir rúmlega tveggja tíma akstur á 56 manna hópferðabíl um götur og stræti Reykjavíkur og Mosfellssveitar í dumbungsveðri," segir Sæmundur sem skilur ekki hvað fólki gangi til með ásökunum í sinn garð. „Ég mat það því þannig að ég hefði í raun ekki nema um tvo kosti að ræða. Annars vegar að láta undan þrýstingi sumra í þessu samfélagi og hætta akstri, eða hins vegar að halda honum áfram. Fyrst um sinn ætla ég að velja síðari kostinn og þess vegna fór ég í þetta ökupróf hjá Frumherja, til að sýna fram á að hæfni mín til aksturs er þannig að fólk á ekki að þurfa að efast um hana," segir Sæmundur í viðtalinu á Vesturlandsvefnum Skessuhorni.Viðtalið í heild sinni má sjá á Skessuhorni sem birtir einnig staðfestinguna sem Sæmundur fékk á ökuhæfni sinni. Mest lesið Maðurinn Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Tala látinna hækkar í fimmtán Erlent Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Innlent Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Erlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Reykur barst inn í Háteigsskóla Innlent Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Erlent Fleiri fréttir Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Sjá meira
Sæmundur Sigmundsson, skólabílstjóri á Vesturlandi, fór að eigin frumkvæði í ökuhæfnispróf í kjölfar gagnrýni við störf sín. Sæmundur stóðst prófið athugasemdalaust. „Það hefur verið hart sótt að mér undanfarna mánuði og hefur gagnrýni á störf mín og meint starfshæfni við skólaakstur ekki einvörðungu skaðað mig persónulega heldur ekki síður rekstur fyrirtækisins," segir Sæmundur í viðtali á Vesturlandsvefnum Skessuhorni. Sæmundur segist í viðtalinu afar ósáttur við ávirðingar starfsmanna Gunnskólans í Borgarnesi síðastliðið haust. Þá kom starfsfólk skólans skriflegri kvörtun um akstur Sæmundar á framfæri við sveitarstjórnar. „ Ég vísa því alfarið á bug að ég sé óhæfur til að aka hópferðabílum og geng reyndar svo langt að kalla þetta einelti í minn garð," segir Sæmundur. Hann viðurkennir að hann sé þó mannlegur eins og aðrir. „Mér hafa orðið á mistök, sem þó hafa aldrei leitt til stórslyss sem betur fer. Ég held hins vegar að enginn sé svo fullkominn að hann komist í gegnum lífið án þess að gera einhver mistök. Engu að síður fullvissa ég fólk um að daginn sem ég ekki verð lengur hæfur til að aka bíl, þá mun ég leggja inn ökuskírteinið og hætta akstri," segir Sæmundur sem hefur árlega farið í sjónmælingu frá því hann komst á áttræðisaldur. Þær hafa komið vel út og nú hefur hann fengið staðfestingu á ökuhæfni sinni í prófi hjá Frumherja. „Það gerði ég í síðustu viku og var útskrifaður án athugasemda eftir rúmlega tveggja tíma akstur á 56 manna hópferðabíl um götur og stræti Reykjavíkur og Mosfellssveitar í dumbungsveðri," segir Sæmundur sem skilur ekki hvað fólki gangi til með ásökunum í sinn garð. „Ég mat það því þannig að ég hefði í raun ekki nema um tvo kosti að ræða. Annars vegar að láta undan þrýstingi sumra í þessu samfélagi og hætta akstri, eða hins vegar að halda honum áfram. Fyrst um sinn ætla ég að velja síðari kostinn og þess vegna fór ég í þetta ökupróf hjá Frumherja, til að sýna fram á að hæfni mín til aksturs er þannig að fólk á ekki að þurfa að efast um hana," segir Sæmundur í viðtalinu á Vesturlandsvefnum Skessuhorni.Viðtalið í heild sinni má sjá á Skessuhorni sem birtir einnig staðfestinguna sem Sæmundur fékk á ökuhæfni sinni.
Mest lesið Maðurinn Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Tala látinna hækkar í fimmtán Erlent Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Innlent Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Erlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Reykur barst inn í Háteigsskóla Innlent Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Erlent Fleiri fréttir Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Sjá meira