Umhverfisráðherra vill ekki brjóta lög Karen Kjartansdóttir skrifar 21. júní 2013 20:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. Í dag stóð til að undirritun vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum færi fram við hátíðlega afhöfn í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi. Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og eru þau víðáttumesta gróðurvin á miðhálendinu. Nú nær friðlandið yfir um það bil 375 ferkílómetra en með stækkun friðlandsins myndi það ná yfir 1560 ferkílómetra. Sú stækkun hefði þar fyrir utan slegið virkjanahugmyndir á borð við Norðlingaölduveitu út af borðinu. En á síðustu stundu breyttust allar áætlanir. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra frestaði friðlýsingunni vegna athugasemda sem ráðuneytinu bárust frá Landsvirkjun í gær. Í þeim segir að Landsvirkjun hafi ekki fengið upplýsingar um um meðferð athugasemda sinna og að fyrirtæki teldi málsmeðferðina ólögmæta þar sem ekki hefði náðst samkomulag við fyrirtækið sem þó sé mjög stór hagsmunaaðili að málinu. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hæddi Sigurð Inga, núverandi umhverfisráðherra, úr ræðustól Alþingis í dag fyrir ákvörðunin og sagði hann hlýða Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra úr Sjálfstæðisflokki. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra hafnar því. „Fyrrverandi umhverfisráðherra var nú einu sinni dæmdur í Hæstarétti fyrir embættisverk sín og ég hef engan áhuga á því og vildi þess vegna skoða málið betur og Umhverfisstofnun sem fer með málaflokkinn ákvað að fresta undirrituninni," segir Sigurður. Náttúruverndarsamtök Íslands, gagnrýna hve athugasemdir Landsvirkjunar hafi borist seint. Sigurður Ingi segir það hafa verið óheppilegt en betra sé að bregðast við þeim með þessum hætti heldur en að halda áfram að óathuguðu máli. Í athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Íslands sem sendar voru fjölmiðlum í dag er því einnig hafnað að Landsvirkjun sé stór hagsmunaaðili að málinu. fyrirtækið hafi enga hagsmuni að Þjóðrsárverum umfram aðra. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, hafnar því og segir fyrirtækið gæta hagsmuna eiganda sinna og þeir séu íslenska þjóðin. Fyrirtækið styðji friðlýsingu en sú friðlýsing sem undirrita átti í dag myndi útloka hagkvæman og umhverfisvænan virkjanakost, það er að segja Norðlingaölduveitu. „Það er mikilvægt að þegar Þjórsárver eru vernduð, sem allir eru sammála um að eigi að gera, að þá þýði það ekki að allir kostir í efri hluta Þjórsá séu verndaðir á sama tíma heldur er það sérstök ákvörðun sem þarf að taka,“ segir Hörður. Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. Í dag stóð til að undirritun vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum færi fram við hátíðlega afhöfn í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi. Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og eru þau víðáttumesta gróðurvin á miðhálendinu. Nú nær friðlandið yfir um það bil 375 ferkílómetra en með stækkun friðlandsins myndi það ná yfir 1560 ferkílómetra. Sú stækkun hefði þar fyrir utan slegið virkjanahugmyndir á borð við Norðlingaölduveitu út af borðinu. En á síðustu stundu breyttust allar áætlanir. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra frestaði friðlýsingunni vegna athugasemda sem ráðuneytinu bárust frá Landsvirkjun í gær. Í þeim segir að Landsvirkjun hafi ekki fengið upplýsingar um um meðferð athugasemda sinna og að fyrirtæki teldi málsmeðferðina ólögmæta þar sem ekki hefði náðst samkomulag við fyrirtækið sem þó sé mjög stór hagsmunaaðili að málinu. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hæddi Sigurð Inga, núverandi umhverfisráðherra, úr ræðustól Alþingis í dag fyrir ákvörðunin og sagði hann hlýða Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra úr Sjálfstæðisflokki. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra hafnar því. „Fyrrverandi umhverfisráðherra var nú einu sinni dæmdur í Hæstarétti fyrir embættisverk sín og ég hef engan áhuga á því og vildi þess vegna skoða málið betur og Umhverfisstofnun sem fer með málaflokkinn ákvað að fresta undirrituninni," segir Sigurður. Náttúruverndarsamtök Íslands, gagnrýna hve athugasemdir Landsvirkjunar hafi borist seint. Sigurður Ingi segir það hafa verið óheppilegt en betra sé að bregðast við þeim með þessum hætti heldur en að halda áfram að óathuguðu máli. Í athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Íslands sem sendar voru fjölmiðlum í dag er því einnig hafnað að Landsvirkjun sé stór hagsmunaaðili að málinu. fyrirtækið hafi enga hagsmuni að Þjóðrsárverum umfram aðra. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, hafnar því og segir fyrirtækið gæta hagsmuna eiganda sinna og þeir séu íslenska þjóðin. Fyrirtækið styðji friðlýsingu en sú friðlýsing sem undirrita átti í dag myndi útloka hagkvæman og umhverfisvænan virkjanakost, það er að segja Norðlingaölduveitu. „Það er mikilvægt að þegar Þjórsárver eru vernduð, sem allir eru sammála um að eigi að gera, að þá þýði það ekki að allir kostir í efri hluta Þjórsá séu verndaðir á sama tíma heldur er það sérstök ákvörðun sem þarf að taka,“ segir Hörður.
Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Sjá meira