Innlent

Eldingar sáust víða - magnað myndskeið

Gissur Sigurðsson skrifar
Eldingar, með tilheyrandi þrumum á eftir, hafa sést suðvesturlandi frá því í gærkvöldi og í sumum tilvikum hefur hressilegt haglél komið í kjölfarið, til dæmis á Hvolsvelli í gærkvöldi, þar sem höglin voru óvenju stór.

Þá eru staðfestar eldingar í Flóanum austan við Selfoss, á Hellisheiði og í Búðardal, þar sem eldingin náðist á myndband sem birtist á Búðardalur.is.

Að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur veðurfræðings, tengist þetta éljaklökkum, sem myndast þegar mjög kalt loft gengur inn á hlýjan sjó. Hún segir að búast megi við eldingum á suðvestanverðu landinu fram eftir morgni, en svo fari að hlýna.

Eldingarnar leyftra ýmist í éljaklökkunum sjálfum, eða þeim slær niður í jörð. Ekki er vitað til að tjón hafi  hlotist af því í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×