Erlent

Minni líkur á hnetuofnæmi

Freyr Bjarnason skrifar
Hnetuát mæðra dregur úr líkum á hnetuofnæmi barna, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.
Hnetuát mæðra dregur úr líkum á hnetuofnæmi barna, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.
Börn eru ekki eins líkleg til að fá hnetuofnæmi ef mæður þeirra borða hentur á meðgöngunni.

Þetta kemur fram í niðurstöðum bandarískrar rannsóknar sem voru birtar í tímaritinu JAMA Pediatrics. Þar var rannsakað mataræði og heilsufar rúmlega átta þúsund barna og mæðra þeirra, samkvæmt frétt BBC.

Niðurstöðurnar eru á öndverðum meiði við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt fram á enga áhættu af völdum hnetuáts.

Aðrir þættir áttu mögulega þátt í niðurstöðu rannsóknarinn því þær mæðu sem borðuðu hnetur voru líklegri til að borða hollari mat, þar á meðal ávexti og grænmeti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×