Hefur trú á Glódísi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2013 06:00 Glódís Perla er sautján ára varnarmaður sem stóð í ströngu gegn Skotum um helgina. Mynd/Eva Björk Íslensku stelpurnar gengu niðurlútar til hálfleiks á móti Skotum á laugardaginn, búnar að fá sig þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Þar fór ekki lið sem er líklegt til afreka á EM eftir rúman mánuð. Það var á köflum eins og skoska liðið væri á léttri skotæfingu og varnarleikur íslenska liðsins var langt frá því að vera boðlegur. Sif Atladóttir, besti varnarmaður íslenska liðsins undanfarin ár, spilaði út úr stöðu sem hægri bakvörður og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari veðjaði á hina 17 ára gömlu Glódísi Perlu Viggósdóttur við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik bjuggust kannski flestir við að sú reynsluminnsta væri látin stíga til hliðar. Það var ekki svo. Sigurður Ragnar gerði fjórar breytingar en Glódís var áfram við hlið Katrínar í miðri vörninni. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleiknum og nóg af tækifærum til að snúa tapi í sigur þótt Skotar hafi á endanum haft betur 3-2. Sif að spila meidd „Sif hefur fyrst og fremst verið miðvörður hjá okkur. Við prófuðum að setja hana í hægri bakvörðinn því ég vildi vita hvort við ættum þann möguleika í lokakeppninni, því við eigum ekki það marga varnarmenn. Ég vildi sjá Glódísi og Kötu meira saman því við spiluðum vel í vörninni úti í Svíþjóð. Sif er líka að spila meidd og tók ég hana því út af í hálfleik. Hún þarf að skoða það betur hvort hún nái sér. Mér fannst hún vera svolítið frá sínu besta í þessum leik, eins og kannski leikmennirnir sem spiluðu fyrri hálfleikinn. Vonandi nær hún sér góðri fyrir lokakeppnina því hún hefur verið frábær með okkur í langan tíma,“ sagði Sigurður Ragnar um Sif, en hann hefur mikla trú á Glódísi sem hefur byrjað fimm af sex leikjum ársins. „Hún er búin að spila mjög vel fyrir okkur og leikmaður dettur ekki strax út ef hann lendir í því að gera einhver mistök eða spilar ekki vel. Hún er ung og reynslulítil og stendur sig fáránlega vel miðað við aldur og reynslu,“ sagði Sigurður Ragnar. Glódís sjálf vissi vel að spilamennskan í fyrri hálfleik yrði ekki boðleg á Evrópumótinu. Var stressuð í fyrri hálfleik „Ég var alls ekki sátt með fyrri hálfleikinn. Við vorum langt hver frá annarri og náðum ekki að spila góðan varnarleik. Það kostaði okkur þrjú mörk. Við náðum að rífa okkur upp í seinni hálfleiknum og koma sterkari inn. Við ákváðum það inni í klefa að við ætluðum að gera betur, standa meira saman og gera þetta sem lið,“ sagði Glódís Perla og bætti við: „Ég get alveg viðurkennt að ég var stressuð í fyrri hálfleiknum. Ég var því mjög sátt með að fá að vera áfram inni á vellinum.“ Fótbolti Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Íslensku stelpurnar gengu niðurlútar til hálfleiks á móti Skotum á laugardaginn, búnar að fá sig þrjú mörk í fyrri hálfleiknum. Þar fór ekki lið sem er líklegt til afreka á EM eftir rúman mánuð. Það var á köflum eins og skoska liðið væri á léttri skotæfingu og varnarleikur íslenska liðsins var langt frá því að vera boðlegur. Sif Atladóttir, besti varnarmaður íslenska liðsins undanfarin ár, spilaði út úr stöðu sem hægri bakvörður og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari veðjaði á hina 17 ára gömlu Glódísi Perlu Viggósdóttur við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur. Eftir skelfilegan fyrri hálfleik bjuggust kannski flestir við að sú reynsluminnsta væri látin stíga til hliðar. Það var ekki svo. Sigurður Ragnar gerði fjórar breytingar en Glódís var áfram við hlið Katrínar í miðri vörninni. Það var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleiknum og nóg af tækifærum til að snúa tapi í sigur þótt Skotar hafi á endanum haft betur 3-2. Sif að spila meidd „Sif hefur fyrst og fremst verið miðvörður hjá okkur. Við prófuðum að setja hana í hægri bakvörðinn því ég vildi vita hvort við ættum þann möguleika í lokakeppninni, því við eigum ekki það marga varnarmenn. Ég vildi sjá Glódísi og Kötu meira saman því við spiluðum vel í vörninni úti í Svíþjóð. Sif er líka að spila meidd og tók ég hana því út af í hálfleik. Hún þarf að skoða það betur hvort hún nái sér. Mér fannst hún vera svolítið frá sínu besta í þessum leik, eins og kannski leikmennirnir sem spiluðu fyrri hálfleikinn. Vonandi nær hún sér góðri fyrir lokakeppnina því hún hefur verið frábær með okkur í langan tíma,“ sagði Sigurður Ragnar um Sif, en hann hefur mikla trú á Glódísi sem hefur byrjað fimm af sex leikjum ársins. „Hún er búin að spila mjög vel fyrir okkur og leikmaður dettur ekki strax út ef hann lendir í því að gera einhver mistök eða spilar ekki vel. Hún er ung og reynslulítil og stendur sig fáránlega vel miðað við aldur og reynslu,“ sagði Sigurður Ragnar. Glódís sjálf vissi vel að spilamennskan í fyrri hálfleik yrði ekki boðleg á Evrópumótinu. Var stressuð í fyrri hálfleik „Ég var alls ekki sátt með fyrri hálfleikinn. Við vorum langt hver frá annarri og náðum ekki að spila góðan varnarleik. Það kostaði okkur þrjú mörk. Við náðum að rífa okkur upp í seinni hálfleiknum og koma sterkari inn. Við ákváðum það inni í klefa að við ætluðum að gera betur, standa meira saman og gera þetta sem lið,“ sagði Glódís Perla og bætti við: „Ég get alveg viðurkennt að ég var stressuð í fyrri hálfleiknum. Ég var því mjög sátt með að fá að vera áfram inni á vellinum.“
Fótbolti Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira