Innlent

Virkar ekki á þyngri konur

Getnaðarvarnarpillan virkaði ekki á konur sem þjáðust af offitu.
Getnaðarvarnarpillan virkaði ekki á konur sem þjáðust af offitu. mynd/AP
Franska lyfjafyrirtækið HRA Pharma hefur varað við því að neyðarpilla fyrir getnaðarvarnir sem það framleiðir virki hugsanlega ekki á þyngri konur.

Samkvæmt rannsókn við háskólann í Edinborg árið 2011 virkaði pillan Norlevo ekki vel á konur sem voru yfir 75 kíló að þyngd og ekkert á konur sem voru yfir 80 kíló. Í rannsókninni kom fram að konur sem þjáðust af offitu og notuðu pilluna voru fjórum sinnum líklegri til að verða þungaðar en þær sem voru léttari.

Í viðtali við BBS segir talsmaður HRA Pharma niðurstöðurnar koma á óvart og að þær hafi leitt til þess að efast sé um virkni efnisins levonorgestrel sem er í pillunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×